Sjö ákæruliðir bætast við í máli gegn Spacey

Kevin Spacey hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot bæði í Bandaríkjunum …
Kevin Spacey hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. AFP

Sjö ákæruliðir hafa bæst við í máli leikarans Kevin Spacey í Bretlandi en liðirnir tengjast allir meintum kynferðisafbrotum Spacey. Fyrir var hann ákærður í fjórum liðum vegna kynferðisafbrota gegn þremur mönnum. Ákæruliðirnir eru því nú ellefu talsins.

Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Brotin sem ákæruliðirnir sjö taka til eiga að hafa átt sér stað árið 2001 og 2004 gegn sama manninum. Þrír ákæruliðanna vísa til kynferðisbrota, aðrir þrír liðir vísa til ósæmilegrar líkamsárásar og einn liðurinn vísar til þess að Spacey hafi þvingað manninn til kynferðislegs athæfis án samþykkis.

Bæði ákærður í Bretlandi og Bandaríkjunum

Spacey hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýlega var máli gegn honum í Bandaríkjunum vísað frá dómi og hann sýknaður af kviðdómi. 

Fyrri fjórir ákæruliðirnir taka til kynferðisbrota gegn þremur mönnum. 

Tvö brot­in eru sögð hafa átt sér stað í mars árið 2005 gegn sama mann­in­um, sem er á fer­tugs­aldri í dag. Þriðja meinta brotið má rekja til ág­úst­mánaðar 2008, gegn manni sem er nú á þrítugs­aldri. Fjórða brotið sem Spacey er ákærður fyr­ir snýr að at­vik­um í Gloucester í vest­ur­hluta Eng­lands í apríl 2013, gegn manni sem er í dag á þrítugs­aldri. 

Spacey lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann mætti fyrir dóm í Lundúnaborg í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup