Love Island-parið Gemma Owen og Luca Bish eru haldin hvort í sína áttina eftir þriggja mánaða samband. Parið kynntist í Love Island-þáttaröð sumarsins og átti um tíma möguleika á að vinna þáttaröðina, en rétt missti af því.
Owen, sem er dóttir fótboltamannsins fyrrverandi Michael Owen, staðfesti sambandsslitin á Instagram í gær og sagði ákvörðunina ekki auðvelda.
Hún sagði að sambandið hafi ekki verið eins eftir að þau komu heim eftir þættina. Parið hafði þó reynt að laga sambandið með því að fara í ferðalag til Dúbaí fyrir ekki svo löngu. Það virkaði þó ekki.