Kvikmyndaskólinn 30 ára: Hvítir karlar

Vivian Ólafsdóttir útskrifaðist árið 2017 af leiklistarbraut Kvikmyndaskóla Íslands. Hún leikur aðalhlutverkið í nýrri bíómynd Óskars Þórs Axelssonar, Napóleonsskjölin, sem frumsýnd verður á næsta ári.

Myndin er gerð eftir samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Hún hefur leikið í fjölda stutt- og bíómynda sem og í sjónvarpsþáttum, þar á meðal Svörtu söndum, Vitjunum og Ófærð. Hún var í haust tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Leynilögga.

Stuttmyndin Hvítir karlar fjalla um fimm konur og einn ungan dreng sem eru öll með ólíkan bakgrunn. Saman lenda þau í kröppum dansi þegar hópur karlmanna ræna þeim. Ástæða mannránanna er einföld, karlmennirnir ætla að uppfylla sínar dekkstu þrár. En maðkur er í mysunni, karlarnir eru miklir Bakkabræður og fórnarlömbin eru ekki tilbúin að gefast upp svo auðveldlega. Hvítir karlar er farsakenndur þriller, fullur af blóði, nekt og kolsvörtum húmor.

Í til­efni af 30 ára af­mæli Kvik­mynda­skóla Íslands mun mbl.is birta vald­ar stutt­mynd­ir sem fyrr­ver­andi nem­end­ur við skól­ann hafa gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup