Michael J. Fox hlaut heiðursóskar

Michael J. Fox flytur þakkarræðu sína í gær.
Michael J. Fox flytur þakkarræðu sína í gær. AFP/Valerie Maccon

Leikarinn Michael J. Fox hlaut heiðursóskarsverðlaun í gær fyrir baráttu sína fyrir fjármögnun rannsókna á Parkinson-sjúkdómnum.

Fox greindist með taugasjúkdóminn á hátindi ferils síns.

Fox hlaut Óskarinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles þar sem fjöldi stjarna úr Hollywood var viðstaddur.

„Þið eruð að láta mig hristast, viljið þið hætta því,“ grínaðist Fox þegar hann hlaut standandi lófaklapp, áður en hann sagði verðlaunin vera „virkilega óvæntan heiður“.

Sló í gegn í Back to the Future

Kanadíski leikarinn Fox, sem er 61 árs, sló í gegn kvikmyndunum Back to the Future þar sem hann lék framhaldsskólanemann Marty McFly.

Trílógían kom út á árunum 1985 til 1990 við miklar vinsældir.

Árið 1991, þegar Fox var 29 ára, greindist hann með Parkinson-sjúkdóminn og var sagt að hann gæti unnið í tíu ár til viðbótar.

Um tíu milljónir manna um allan heim eru með sjúkdóminn.

Frá vinstri til hægri: Euzhan Palcy, Michael J. Fox, Diane …
Frá vinstri til hægri: Euzhan Palcy, Michael J. Fox, Diane Warren og Peter Weir. AFP/Valerie Macoon

Þrír í viðbót hlutu heiðursóskar

Lagahöfundurinn Diane Warren hlaut einnig heiðursóskar, en á meðal smella hennar er I Don´t Want to Miss a Thing með Aerosmith.

Ástralski leikstjórinn Peter Weir hlaut sömuleiðis Óskarsverðlaun. Hann hefur sent frá sér myndir á borð við Witness, Dead Poets Society og The Truman Show.

Euzhan Palcy, kvikmyndagerðarkona rá eyjunni Martinique, hlaut einnig verðlaunin fyrir glæstan feril sinn, meðal annars kvikmyndina A Dry White Season um aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku þar sem Marlon Brando fór með eitt aðalhlutverkanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum málum og báðar eiga rétt á sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton