Neistinn slokknar hjá umdeildasta pari Hollywood

Harry Styles og Olivia Wilde eru hætt saman.
Harry Styles og Olivia Wilde eru hætt saman. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikstjórinn Olivia Wilde eru sögð hætt saman eftir rúmlega tveggja ára samband. 

Samband fyrrverandi parsins hefur verið þjakað dramatík frá fyrsta degi. Þau kynntust við upptökur á kvikmyndinni Don't Worry Darling sem Wilde leikstýrði en Styles fór með eitt af aðalhlutverkunum í. 

Þau eru sögð hafa byrjað að hittast á meðan Wilde var enn trúlofuð leikaranum Jason Sudeikis. Wilde hefur þó alfarið neitað þeim ásökunum.

Deilur milli leikara

Nokkrir af leikurum kvikmyndarinnar virtust allt annað en sáttir við framgang kvikmyndarinnar, en dramatíkin á bak við tjöldin var mikil og virtust deilur innan leikarahópsins meira grípandi en söguþráður kvikmyndarinnar. 

Upphaflega var leikarinn Shia LaBeouf ráðinn í aðalhlutverk myndarinnar, en honum var síðar skipt út fyrir Styles og í kjölfarið kviknuðu neistar milli Styles og Wilde. Samband þeirra er sagt hafa valdið leikkonunni Florence Pugh mikilli reiði, en ósættið jókst enn frekar þegar hún komst að því að Styles, sem hafði einungis leikið í einni kvikmynd áður, þénaði meira en hún. 

„Enn mjög nánir vinir“

Heimildarmaður People segir Styles og Wilde enn mjög náin, en það sé mismunandi forgangsröðun sem haldi þeim aðskildum. „Hann er á tónleikaferðalagi núna og er að fara utan. Hún einbeitir sér að börnunum sínum og starfi sínu í Los Angeles,“ sagði heimildamaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar