Avatar: The Way of Water verður sýnd í heilan sólarhring í Sambíóunum Kringlunni hinn 16. desember næstkomandi. Tilefnið er að framkvæmdum á Sambíóunum Kringlunni verður lokið þá, en þar opnar einn stærsti og glæsilegasti lúxusbíósalur landsins.
Nær þrettán ár eru síðan kvimyndin Avatar eftir James Cameron kom út, en nýja myndin er einnig úr smiðju leikarans og gerist á hnettinum Pandora.
Forsala á Avatar: The Way of Water hefst í dag klukkan 17 en hún verður einmitt frumsýnd 16. desember og hefjast sýningar klukkan 10:40 um morguninn. Miðasala fer fram á vef Sambíóanna.