Hollywood eigi enn langt í land í MeToo-byltingunni

Ástralska leikkonan segir kynferðislega áreitni og misnotkun enn vera stórt …
Ástralska leikkonan segir kynferðislega áreitni og misnotkun enn vera stórt vandamál í Hollywood. AFP

Leikkonan Margot Robbie segir Hollywood enn eiga langt í land í MeToo-byltingunni, en þar þrífist enn kynferðisleg áreitni og misnotkun. 

MeToo-herferðin hófst í kjölfar fjölmargra ásakana um kynferðisofbeldi á hendur kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein árið 2017, þar sem fjölmargar stjörnur, þar á meðal Gwyneth Paltrow, Jennifer Lawrence og Uma Thurman, sögðu frá reynslu sinni.

Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í New York-borg árið 2020 fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot.

Síðan þá hafa konur um allan heim greint frá því á samfélagsmiðlum að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi undir myllumerkinu #MeToo. 

Aðalvandamálið sé „gráa svæðið“

Robbie segir vandamálið ekki vera leyst, en fram kemur á vef Daily Mail að hún hafi rætt um málið á bresku . „En þetta stefnir örugglega í rétta átt,“ sagði leikkonan. Hún telur aðalvandamálið við áreitni á vinnustað vera „gráa svæðið“ sem gerendur treysti á, en hún viðurkennir að hafa ekki skilið það sjálf fyrr en hún lék í kvikmyndinni Bombshell árið 2019. 

Kvikmyndin er byggð á þeim ásökunum starfsmanna Fox News um kynferðislega áreitni á hendur stofnandans, Roger Ailes. Robbie fór með hlutverk Kayla Pospisil, en persónan var byggð á nokkrum raunverulegum frásögnum kvenna á vinnustaðnum. 

Hún segir það hafa verið átakanlegt að átta sig á því að ofbeldið ætti sér stað á þessu gráa svæði sem menn eins og Roger Ailes og Harvey Weinstein nýa sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir