Hollywood eigi enn langt í land í MeToo-byltingunni

Ástralska leikkonan segir kynferðislega áreitni og misnotkun enn vera stórt …
Ástralska leikkonan segir kynferðislega áreitni og misnotkun enn vera stórt vandamál í Hollywood. AFP

Leikkonan Margot Robbie segir Hollywood enn eiga langt í land í MeToo-byltingunni, en þar þrífist enn kynferðisleg áreitni og misnotkun. 

MeToo-herferðin hófst í kjölfar fjölmargra ásakana um kynferðisofbeldi á hendur kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein árið 2017, þar sem fjölmargar stjörnur, þar á meðal Gwyneth Paltrow, Jennifer Lawrence og Uma Thurman, sögðu frá reynslu sinni.

Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í New York-borg árið 2020 fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot.

Síðan þá hafa konur um allan heim greint frá því á samfélagsmiðlum að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi undir myllumerkinu #MeToo. 

Aðalvandamálið sé „gráa svæðið“

Robbie segir vandamálið ekki vera leyst, en fram kemur á vef Daily Mail að hún hafi rætt um málið á bresku . „En þetta stefnir örugglega í rétta átt,“ sagði leikkonan. Hún telur aðalvandamálið við áreitni á vinnustað vera „gráa svæðið“ sem gerendur treysti á, en hún viðurkennir að hafa ekki skilið það sjálf fyrr en hún lék í kvikmyndinni Bombshell árið 2019. 

Kvikmyndin er byggð á þeim ásökunum starfsmanna Fox News um kynferðislega áreitni á hendur stofnandans, Roger Ailes. Robbie fór með hlutverk Kayla Pospisil, en persónan var byggð á nokkrum raunverulegum frásögnum kvenna á vinnustaðnum. 

Hún segir það hafa verið átakanlegt að átta sig á því að ofbeldið ætti sér stað á þessu gráa svæði sem menn eins og Roger Ailes og Harvey Weinstein nýa sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir