Stjörnukötturinn Diegó mun eyða nóttinni á dýraspítala. Ekið var á Diegó í morgun og fór hann í aðgerð í dag. Kötturinn er einn sá vinsælasti á landinu en fylgjast aðdáendur með ferðum hans á Spottaði Diegó á Facebook.
„Diegó er með rifna vöðva, slitin liðbönd og dettur úr lið. Hann er með mjög ljótt sár á fætinum. Hann er búinn í aðgerðinni og verður uppá dýraspítala í nótt. Hann þarf að fara í aðra aðgerð á öðrum dýraspítala. Og vonandi mun allt verða eins og áður,“ skrifar Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegósí Facebook-hópnum.
Yfir níu þúsund manns fylgjast með ævintýrum Diegós í hópnum á Facebook og hafa mörg hver sent honum batakveðjur. Þá hafa kattaeigendur um land allt sent honum kveðjur með því að birta myndir af köttum sínum í hópnum.
Einnig er hafin söfnun fyrir eigendur Diegós, en kostnaðurinn við aðgerðina er um 150 þúsund krónur.