Diegó á dýraspítala í nótt

Stjörnukötturinn Diegó verður á dýraspítalanum í nótt.
Stjörnukötturinn Diegó verður á dýraspítalanum í nótt. Ljósmynd/Facebook

Stjörnukötturinn Diegó mun eyða nóttinni á dýraspítala. Ekið var á Diegó í morgun og fór hann í aðgerð í dag. Kötturinn er einn sá vinsælasti á landinu en fylgjast aðdáendur með ferðum hans á Spottaði Diegó á Facebook. 

„Diegó er með rifna vöðva, slitin liðbönd og dettur úr lið. Hann er með mjög ljótt sár á fætinum. Hann er búinn í aðgerðinni og verður uppá dýraspítala í nótt. Hann þarf að fara í aðra aðgerð á öðrum dýraspítala. Og vonandi mun allt verða eins og áður,“ skrifar Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegósí Facebook-hópnum. 

Yfir níu þúsund manns fylgjast með ævintýrum Diegós í hópnum á Facebook og hafa mörg hver sent honum batakveðjur. Þá hafa kattaeigendur um land allt sent honum kveðjur með því að birta myndir af köttum sínum í hópnum. 

Einnig er hafin söfnun fyrir eigendur Diegós, en kostnaðurinn við aðgerðina er um 150 þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup