400.000 krónum safnað fyrir Diegó

Ekið var Diegó í gær.
Ekið var Diegó í gær.

Alls hefur 400 þúsund krónum verið safnað fyrir stjörnuköttinn Diegó sem ekið var á í gærmorgun.

Diegó er senni­lega með vin­sæl­ustu kött­um lands­ins en rúm­lega hátt í tíu þúsund manns eru í Facebook-hópn­um Spottaði Diegó. Kötturinn hef­ur vanið komu sína í Hag­kaup í Skeif­unni og kann­ast veg­far­end­ur í Skeif­unni marg­ir hverj­ir við hann.

Eins og mbl.is hefur greint frá fór Diegó í aðgerð í gær og eyddi hann nóttinni á dýraspítala í nótt.

Gefa restina til Villikatta

Aðgerðin sem Diegó gekkst undir kostaði í kringum 350 þúsund krónur. Aðdáendur kattarins styrktu söfnunina en einnig styrktu fyrirtækin A4 og Dominos, sem eru bæði með starfsemi í Skeifunni, söfnunina og gáfu sitthvorn hundrað þúsund kallinn.

Þar sem hærri upphæð safnaðist en þörf var á hefur verið ákveðið að gefa afganginn af upphæðinni til Villikatta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir