Vinkona drottningar segir þættina þvælu

Imelda Staunton fer með hlutverk Elísabetar II í nýjustu seríu …
Imelda Staunton fer með hlutverk Elísabetar II í nýjustu seríu The Crown. AFP

Vinkona bresku drottningarinnar heitinnar lýsir nýjustu Crown þáttaröðinni sem algjöra þvælu og segir hana mjög ósanngjarna gagnvart bresku konungsfjölskyldunni.

„Þættirnir bara reita mig til reiði,“ segir Lafði Glenconner í viðtali við BBC.

„Vandamálið er að fólk, sérstaklega í Bandaríkjunum, trúir þessu algerlega.“

„Þetta er svo pirrandi. Ég er hætt að geta horft á The Crown því þetta gerir mig svo reiða.“

Hún nefnir meðal annars einn þátt í annarri seríu þar sem gefið var í skyn að Filippus prins hefði átt þátt í því að systir hans fór um borð í flugvél sem síðan hrapaði og hún lést.

„Þetta var algjör uppspuni og að setja svona fram er mjög særandi fyrir fólk. Enginn vill að skyldmenni sín séu særð með þessum hætti.“

Glennconner segir að Helena Bonham Carter, sem lék Margréti prinsessu, hafi leitað ráða hjá henni. 

„Hún var hjá mér í tvær klukkustundir. Ég sagði henni hvernig Margrét prinsessa reykti og hvernig göngulag hennar var. Ég sá hana svo eftir að þættirnir voru sýndir og hún spurði mig hvernig mér fannst. Ég sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hún sagðist skilja það. En benti á að hún væri leikkona og þyrfti að gera það sem var skrifað fyrir sig.“

Netflix hefur komið þættinum til varnar og segir að hann hafi alltaf verið settur fram sem skáldskap byggðan á sagnfræðilegum atburðum.

Elizabeth Debicki og Dominic West leika Karl og Díönu.
Elizabeth Debicki og Dominic West leika Karl og Díönu. AFP
Teddy Hawley og Timothee Sambor leika Harry og Vilhjálm.
Teddy Hawley og Timothee Sambor leika Harry og Vilhjálm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup