Þess vegna elskar Mariah Carey jólin

Söngdívan Mariah Carey.
Söngdívan Mariah Carey. Skjáskot/Instagram

Margir tengja söngdívuna Mariuh Carey við jólin, enda syngur hún jólin inn á mörgum heimilum víðsvegar um heim í byrjun desember þegar jólasmellur hennar, All I Want For Christmas Is You, fer í spilun.

Hún hefur oft verið kölluð „drottning jólanna“, en jólin voru ekki alltaf gleðileg hjá söngkonunni sem ólst upp við mikla fátækt og heimilisofbeldi. „Þegar þú elst upp við erfiðar aðstæður en getur svo umturnað því og gert líf þitt að því sem þú vilt að það sé, það er gleði fyrir mig,“ sagði söngkonan í samtali við tímaritið W

„Jólin gera mig hamingjusama“

Carey segist vita að fólk líti á hana sem hátíðlega „jólastelpu“, en hún segist hafa tekið það hlutverk að sér vegna þess hve mikið hátíðin gleður hana, en hún upplifði þá gleði alls ekki alltaf þegar hún var að alast upp.

„Fólk heldur að ég hafi átt þetta prinsessulíf eða einskonar ævintýratilveru,“ sagði Carey og bætti við að það hefði alls ekki verið raunin, en hún hefur áður opnað sig um ofbeldisfullt uppeldi sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka