Stjörnukötturinn Diegó fer í aðra aðgerð í dag, þriðjudag, en ekið var á hann á föstudagsmorgun.
Sigrún Ósk Snorradóttir, eigandi Diegós, greinir frá því í Facebook-hópnum Spottaði Diegó að hann þurfi meiri tíma til að jafna sig.
„Hann er enn á dýraspítalanum og þar er svooo vel hugsað um hann, við fjölskyldan erum svo þakklát,“ segir Sigrún en um 400 þúsund krónur söfnuðust fyrir aðgerð Diegó.
Hún biður fólk um að sýna skilning að fjölskyldan geti ekki svarað öllum persónulegum skilaboðum sem þau hafa fengið. „Við og Diegó erum ótrúlega þakklát fyrir ykkur.“
Rúmlega tíu þúsund manns eru í Facebook-hópnum en kötturinn hefur vanið komur sínar í Skeifuna og kannast vegfarendur þar margir hverjir við hann.