Lést klukkustundum eftir brúðkaupið

Jake Flint lést aðfaranótt mánudags.
Jake Flint lést aðfaranótt mánudags. Skjáskot/Instagram

Sveitasöngvarinn Jake Flint er látinn 37 ára að aldri. Lést hann aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann gekk í hjónaband með Brendu Flint.

Ekki er búið að skera úr um orsök andlátsins. 

Söngvarinn lést í svefni aðfaranótt mánudags, en þau Brenda höfðu gengið í hjónaband á laugardaginum. 

„Við ættum að vera fara saman í gegnum brúðkaupsmyndirnar okkar. Þess í stað er ég að velja í hvaða fötum hann verður grafinn. Mannfólkið er ekki gert fyrir svona mikinn sársauka,“ skrifaði hún á Facebook.

Flint var ákaflega vinsæll sveitasöngvari í Bandaríkjunum og var á tónleikaferðalagi um landið. Tók hann sér frí frá tónleikum til þess að kvænast ástinni sinni, en átti að snúa aftur á sviðið á morgun, föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir