Diegó kominn heim eftir slysið

Diegó er komin heim.
Diegó er komin heim. Ljósmynd/Facebook

Stjörnukötturinn Diegó er kominn heim eftir tvær aðgerðir á dýraspítala. Ekið var á Diegó hinn 25. nóvember og hefur hann legið inni síðan þá.

Diegó á sér marga aðdáendur á Íslandi, en hann hefur vanið komur sínar í verslun Hagkaups, A4 og Domino's í Skeifunni undanfarin ár. Er hann svo vinsæll að um 10 þúsund manns fylgjast með ferðum hans í hópnum Spottaði Diegó á Facebook. 

„Diegó er kominn heim. Hann er mjög glaður og mjög duglegur. Hann er enn að jafna sig eftir seinni aðgerðina sem gekk mjög vel. Nú er bara að dekra við hann og reyna að láta hann slappa af,“ skrifar eigandi hans, Sigrún Ósk Snorradóttir, í hópnum á Facebook.

Aðdáendur Diegós söfnuðu fyrir dýralæknakostnaðinum og alls söfnuðust um 400 þúsund krónur, en A4 og Domino's lögðu í púkkið til að bjarga loðna vini sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir