Þremur mínútum styttri en Titanic

James Cameron frumsýnd mynd sína Avatar: The Way of Water …
James Cameron frumsýnd mynd sína Avatar: The Way of Water í gær. AFP

Kvikmyndin Avatar: The Way of Water var heimsfrumsýnd í Lundúnum í gær. Myndin er framhald af söluhæstu kvikmynd sögunnar, Avatar. Fyrsta Avatar-myndin kom út árið 2010 en frumsýningu myndar númer tvö hefur verið frestað ítrekað síðan 2014 þegar hún átti upphaflega að koma út. 

Cameron er þekktur fyrir að gera langar myndir og er Avatar 2 heilar þrjár klukkustundir og tólf mínútur, þremur mínútum styttri en ein af hans frægustu myndum Titanic. 

Með aðalhlutverk í myndinni fara Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver og Kate Winslet. 

Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, James Cameron, Kate Winslet …
Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, James Cameron, Kate Winslet og Stephen Lang. AFP

Alls kostaði 49,5 milljarða íslenskra króna að framleiða myndina, eða 359 milljónir bandaríkjdala. Því þarf kvikmyndin að ná ansi góðum árangri ef hún að skila hagnaði.

Fyrirhugað er að framleiða þrjár Avatar-myndir í viðbót og er búið að taka upp mynd númer þrjú. Á hún að koma út árið 2024. Fjórða á svo að koma út tveimur árum seinna og fimmta og síðasta myndin á að koma út 2028.

Þykir líklegt að myndin verði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna á næsta ári í flokki framleiðsluhönnunar og tæknibrella.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka