Söngkonan Celine Dion greindist nýverið sjaldgæfa taugaröskun, Stiff Person Syndrome (SPS). Af þeim sökum þarf söngkonan kanadíska að hætta við tónleika sína næsta árið.
Dion sagði sjálf frá sjúkdómsgreiningunni á Instagram í dag, en hún er með 5,2 milljónir fylgjenda þar.
Sjúkdómurinn veldur því að hún á erfitt með að ganga og syngja. „Ég er búin að glíma við veikindi lengi og það hefur tekið mikið á mig að horfast í augu við þessar áskoranir og að tala um allt sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Dion.
Hún sagði að hún væri enn að læra inn á sjúkdóminn en að nú vissi hún að minnsta kosti hvað væri að valda því að hún fengi mikla krampa í vöðva. „Þessir krampar hafa því miður mikil áhrif á allt mitt líf, valda mér vandræðum þegar ég geng, og ég get ekki notað raddböndin til að syngja eins og ég gerði,“ sagði söngkonan.
Því miður þyrfti hún því að fresta tónleikaferð sinni um Evrópu.