„Þetta er ekki svona alvarlegt, þó að jólin séu hátíðleg“

Heimilistónaskvísurnar Lolla, Katla, Elva og Vigdís eru miklar vinkonur.
Heimilistónaskvísurnar Lolla, Katla, Elva og Vigdís eru miklar vinkonur. Hanna Andrésdóttir

Hljómsveitin Heimilistónar er samansett af nánu vinkonunum Elvu Ósk Óskarsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttir en þær stefna á passa upp á stressið og anda inn og út fyrir jólin. Þær bjóða upp á jólatónleika í húsi Máls og menningar 17. desember en þar mun sveitin flytja frumsamin jólalög af plötu sinni Rugl góð jólalög, sem kom út í fyrra.

Heimilistónar eru komnir í jólagírinn.
Heimilistónar eru komnir í jólagírinn. Ljósmynd/Heimilistónar

„Og kannski einhver lög sem fólk kannast við í gegnum tíðina. Við erum náttúrulega búnar að vera starfandi í yfir 20 ár,“ sagði Vigdís en hún og Katla mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddu þar um tónlistina, vináttuna og jólin og rifjuðu upp stofnun Heimilistóna 1997. 

Katla og Vigdís mætti í Ísland vaknar í morgun.
Katla og Vigdís mætti í Ísland vaknar í morgun. K100

Sveitin átti jólalag ársins á Rás 2 í fyrra, lagið Anda inn, en í ár hafa þær gefið út Vínilútgáfu af plötunni Rugl góð jólalög sem verður til sölu á tónleikunum. Þekktur leynigestur með „stórt hjarta“ verður á tónleikunum auk þess sem happdrætti mun fara fram á staðnum. 

„Í þessu er boðskapurinn að taka því rólega. Þetta er ekki svona alvarlegt. Þó að jólin séu hátíðleg er bara um að gera að slappa af,“ sagði Katla í viðtalinu um lagið Anda inn sem heyra má hér að neðan. 

Hægt er að kaupa miða á tónleikana, sem kosta 2.900 krónur, við innganginn á Máli og Menningu, alveg fram að tónleikunum sem verða kl. 21:00, 17. desember.

Sjáðu viðtalið við Vigdísi og Kötlu í spilaranum hér að neðan. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka