Hinn 22 ára gamli Elvar Aron Friðriksson hefur notið mikilla vinsælda á TikTok undanfarið. Sérstaklega hefur myndband hans af sér að fylla heimilisglösin af vatni og setja aftur upp í skáp notið mikilla vinsælda, en 17 milljónir hafa spilað myndbandið.
Um er að ræða æði á TikTok og hafa fleiri gert sambærileg myndbönd á samfélagsmiðlinum. Aron Elvar stoppaði þó ekki við glösin heldur er hann til dæmis búinn að rista allar sneiðarnar í Heimilisbrauðspoka, sjóða spagettí og setja það aftur í pakkninguna og hella Cheerios og mjólk í morgunverðarskálar heimilisins.
Milljónir hafa sömuleiðis horft á þau myndbönd.