Komin með nýjan?

Jack Harlow og Dua Lipa eru sögð vera að stinga …
Jack Harlow og Dua Lipa eru sögð vera að stinga saman nefjum. KEVIN WINTER

Rapparinn Jack Harlow og söngkonan Dua Lipa eru sögð vera að stinga saman nefjum, en svo virðist sem rómantík Lipa og grínistans Trevor Noah hafi tekið snarpa u-beygju eftir að þau höfðu eytt miklum tíma saman síðastliðna mánuði. 

Rapparinn hefur greinilega haft augastað á Lipa í nokkurn tíma, en á nýjustu plötu hans er að finna lag sem ber titilinn Dua Lipa. Fram kemur á vef Page Six að Harlow hafi hringt í Lipa á FaceTime til að fá blessun hennar fyrir laginu. 

Harlow og Lipa hittust svo í fyrsta sinn á viðburði í Los Angeles í byrjun nóvember og svo virðist sem Harlow hafi náð að heilla hana upp úr skónum, en heimildarmenn Page Six segja þau hafa verið í stöðugum samskiptum síðan. 

Á föstudaginn síðastliðinn flaug Harlow til New York-borgar til að hitta hana, en daginn eftir sáust þau á veitingastað í hádeginu. Þau eru sögð hafa reynt sitt besta til að sjást ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup