„Væri aldrei sagt við karlmann“

Hildur Guðnadóttir á frumsýningu kvikmyndarinnar Women Talking.
Hildur Guðnadóttir á frumsýningu kvikmyndarinnar Women Talking. AFP/Jerod Harris

Kvik­myndatón­skáldið Hild­ur Guðna­dótt­ir seg­ir að hún heyri enn at­huga­semd­ir um að hún sé ekki fær um að semja tónlist fyr­ir heila kvik­mynd þrátt fyr­ir að hafa unnið Óskar­sverðlaun, Gold­en Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Jóker.

Hild­ur var í gær til­nefnd til Gold­en Globe verðlauna fyr­ir tón­list­ina í kvik­mynd­inni Women Talk­ing og í gær var hún einnig út­nefnd sem tón­skáld árs­ins af vefn­um Con­sequ­ence Film.

„Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en einn fram­leiðandi sem ég vann fyr­ir og sá um eitt­hvað sagði „En hún get­ur þetta ekki“. Ég veit í al­vöru ekki hvað ég þarf að sanna frek­ar fyr­ir þér,“ sagði Hild­ur. 

„Ég fæ enn að heyra hluti, sem þú veist, þetta væri ekki sagt við karl­mann. Eft­ir tvo ára­tugi í þess­um geira, þá er ég svo vön þessu, ég hristi þetta af mér. En ég vona að kon­ur þurfi ekki að heyra þetta í framtíðinni,“ sagði Hild­ur.

Hild­ur á tónlist í tveim­ur stór­um kvik­mynd­um um þess­ar mund­ir, Women Talk­ing og Tár. Báðar eru til­nefnd­ar til Gold­en Globe verðlauna og er þeim spáð góðu gengi á Óskar­sverðlauna­hátíðinni á næsta ári. Hild­ur mun þó ekki hljóta til­nefn­ingu fyr­ir tón­list­ina í Tár því upp­runa­legri tónlist henn­ar er blandað of mikið sam­an við eldri tónlist í kvik­mynd­inni. Til þess að geta hlotið til­nefn­ingu fyr­ir upp­runa­lega tónlist þarf að minnsta kosti 60% tón­list­ar­inn­ar að vera upp­runa­leg. Variety greindi frá því í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver