Fannst látinn á hótelherbergi

Stephen „tWitch“ Boss er látinn.
Stephen „tWitch“ Boss er látinn. Skjáskot/Instagram

Stephen „tWitch“ Boss fannst látinn á hótelherbergi í Los Angeles á þriðjudaginn. Boss var aðeins fertugur að aldri þegar hann lést. Hann var plötusnúður í vinsælum spjallþáttum Ellenar DeGeneres. 

Fram kemur á vef TMZ að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Eiginkona hans er sögð hafa hringt á lögreglu þegar hún áttaði sig á því að hann fór af heimili þeirra án þess að fara á bílnum. 

Eiginkona hans, Allison Holker Boss, sendi frá sér tilkynningu á vef People. „Ég er viss um að það líði ekki sá dagur sem við heiðrum ekki minningu hans. Ég bið um frið á þessum erfiðum tímum fyrir mig og sérstaklega börnin okkar þrjú,“ skrifaði hún. 

Boss byrjaði að koma fram í spjallþáttunum árið 2014 en síðasti þátturinn fór í loftið fyrr á árinu. Hann gerði meira en að spila tónlistina. Árið 2020 var hann framleiðandi þáttanna. 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup