Lekið fölskum upplýsingum um Meghan

Meghan hertogaynja af Sussex segir konungsfjölskylduna hafa lekið fölskum og …
Meghan hertogaynja af Sussex segir konungsfjölskylduna hafa lekið fölskum og neikvæðum fréttum af henni í fjölmiðla. ADAM GERRARD

Meghan hertogaynja af Sussex, eiginkona Harry Bretaprins, sakar bresku konungsfjölskylduna um að hafa lekið fölskum og neikvæðum sögum um hana í fjölmiðla.

Hún segir það hafa verið skýrt. Þegar fjallað var um einhvern annan í fjölskyldunni á neikvæðan hátt hafi skömmu seinna komið enn neikvæðari fréttir af henni í fjölmiðla til að draga athyglina að henni og frá hinni fréttinni.

Þetta kemur fram í fjórðu stiklunni fyrir heimildarþætti Harry Bretaprins og Meghan sem þau framleiddu fyrir Netflix. 

„Meg varð að blóraböggli fyrir krúnuna. Þannig láku þau fréttum af henni, sama hvort þær væru sannar eða ekki, til að draga athyglina frá öðrum fréttum sem voru ekki eins góðar fyrir höllina,“ segir vinkona hennar Lucy Fraser í stiklunni. 

Fyrstu þrír þættir heimildaþáttanna komu út í síðustu viku og munu seinni þrír þættirnir lenda á streymisveitunni á morgun, fimmtudag. 

Þriðja stiklan var gefin út á mánudag. Þar segir Harry Bretaprins að „þau“ hafi verið tilbúin til að ljúga opinberlega til að vernda bróður hans, Vilhjálm Bretaprins, en ekki verið tilbúin til að segja sannleikann til að vernda hann, Harry. 

Óljóst er af stiklunni hvaða þau Harry á við, en hafa verið getgátur um að hann meini konungsfjölskylduna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka