Kviknaði í andliti Lenos

Jay Leno lá inni í tíu daga vegna brunasáranna.
Jay Leno lá inni í tíu daga vegna brunasáranna. AFP/Adrian Sanchez-Gonzalez

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Jay Leno segir að stífluð leiðsla í vél á bíl hafi valdið því að það kviknaði í honum. Leno hlaut alvarleg brunasár og var lagður inn á spítala í kjölfarið. Hann segir að kviknað hafi í andliti sínu þegar hann var að skoða leiðsluna. 

Leno ræddi um atvikið í Today Show á dögunum. Leno var að vinna í fornbíl í bílskúrnum ásamt vini sínum Dave Killackey.

„Eldsneytisleiðslan var stífluð, þannig ég var undir henni. Og ég sagði: blástu lofti í gegnum leiðsluna. Og síðan bara, búmm, ég fékk gas í andlitið,“ sagði Leno og bætti við að hann hafi fundið eldinn brenna í andliti sínu. 

Hann hafði þó stjórn á sér og sagði Killackey hvað væri að gera. „Dave vinur minn tosaði mig undan og hoppaði ofan á mér og náði einhvernvegin að kæfa eldinn,“ sagði Leno sem var í kjölfarið fluttur á bráðamóttökuna. Hann lá inni á spítala í tíu daga, en hann hlaut þriðja stigs bruna á andliti, bringu og höndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan