Kviknaði í andliti Lenos

Jay Leno lá inni í tíu daga vegna brunasáranna.
Jay Leno lá inni í tíu daga vegna brunasáranna. AFP/Adrian Sanchez-Gonzalez

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Jay Leno segir að stífluð leiðsla í vél á bíl hafi valdið því að það kviknaði í honum. Leno hlaut alvarleg brunasár og var lagður inn á spítala í kjölfarið. Hann segir að kviknað hafi í andliti sínu þegar hann var að skoða leiðsluna. 

Leno ræddi um atvikið í Today Show á dögunum. Leno var að vinna í fornbíl í bílskúrnum ásamt vini sínum Dave Killackey.

„Eldsneytisleiðslan var stífluð, þannig ég var undir henni. Og ég sagði: blástu lofti í gegnum leiðsluna. Og síðan bara, búmm, ég fékk gas í andlitið,“ sagði Leno og bætti við að hann hafi fundið eldinn brenna í andliti sínu. 

Hann hafði þó stjórn á sér og sagði Killackey hvað væri að gera. „Dave vinur minn tosaði mig undan og hoppaði ofan á mér og náði einhvernvegin að kæfa eldinn,“ sagði Leno sem var í kjölfarið fluttur á bráðamóttökuna. Hann lá inni á spítala í tíu daga, en hann hlaut þriðja stigs bruna á andliti, bringu og höndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir