Kviknaði í andliti Lenos

Jay Leno lá inni í tíu daga vegna brunasáranna.
Jay Leno lá inni í tíu daga vegna brunasáranna. AFP/Adrian Sanchez-Gonzalez

Banda­ríski sjón­varps­maður­inn Jay Leno seg­ir að stífluð leiðsla í vél á bíl hafi valdið því að það kviknaði í hon­um. Leno hlaut al­var­leg bruna­sár og var lagður inn á spít­ala í kjöl­farið. Hann seg­ir að kviknað hafi í and­liti sínu þegar hann var að skoða leiðsluna. 

Leno ræddi um at­vikið í Today Show á dög­un­um. Leno var að vinna í forn­bíl í bíl­skúrn­um ásamt vini sín­um Dave Killackey.

„Eldsneyt­is­leiðslan var stífluð, þannig ég var und­ir henni. Og ég sagði: blástu lofti í gegn­um leiðsluna. Og síðan bara, búmm, ég fékk gas í and­litið,“ sagði Leno og bætti við að hann hafi fundið eld­inn brenna í and­liti sínu. 

Hann hafði þó stjórn á sér og sagði Killackey hvað væri að gera. „Dave vin­ur minn tosaði mig und­an og hoppaði ofan á mér og náði ein­hvern­veg­in að kæfa eld­inn,“ sagði Leno sem var í kjöl­farið flutt­ur á bráðamót­tök­una. Hann lá inni á spít­ala í tíu daga, en hann hlaut þriðja stigs bruna á and­liti, bringu og hönd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú gafst sjálfum þér færi á því að læra ómetanlega mikið bara með því að vera opinn. Atvinnumenn fá borgað fyrir að vita hvernig þeir eiga að fara að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú gafst sjálfum þér færi á því að læra ómetanlega mikið bara með því að vera opinn. Atvinnumenn fá borgað fyrir að vita hvernig þeir eiga að fara að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason