Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Jay Leno segir að stífluð leiðsla í vél á bíl hafi valdið því að það kviknaði í honum. Leno hlaut alvarleg brunasár og var lagður inn á spítala í kjölfarið. Hann segir að kviknað hafi í andliti sínu þegar hann var að skoða leiðsluna.
Leno ræddi um atvikið í Today Show á dögunum. Leno var að vinna í fornbíl í bílskúrnum ásamt vini sínum Dave Killackey.
„Eldsneytisleiðslan var stífluð, þannig ég var undir henni. Og ég sagði: blástu lofti í gegnum leiðsluna. Og síðan bara, búmm, ég fékk gas í andlitið,“ sagði Leno og bætti við að hann hafi fundið eldinn brenna í andliti sínu.
Hann hafði þó stjórn á sér og sagði Killackey hvað væri að gera. „Dave vinur minn tosaði mig undan og hoppaði ofan á mér og náði einhvernvegin að kæfa eldinn,“ sagði Leno sem var í kjölfarið fluttur á bráðamóttökuna. Hann lá inni á spítala í tíu daga, en hann hlaut þriðja stigs bruna á andliti, bringu og höndum.