Heard og Depp ná dómssátt

Amber Heard og Johnny Depp hafa náð sátt.
Amber Heard og Johnny Depp hafa náð sátt. AFP

Fyrrverandi leikarahjónin Amber Heard og Johnny Depp hafa loks náð dómssátt. Depp höfðaði meiðyrðamál gegn Heard og var kveðinn upp dómur í málinu í byrjun júní á þessu ári. 

Tryggingafélag Heard greiðir Depp 1 milljón bandaríkjadala í skaðabætur. Sætir Heard engum takmörkunum eftir úrskurðinn og má tjá sig um allt er viðkemur dóminum. Enn fremur þurfti hún ekki að játa að hafa haft uppi ósannindi um fyrrverandi eignmann sinn. 

Heard greindi frá þessu á Instagram í dag. 

Depp höfðaði mál gegn Heard vegna skoðanagreinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar sagðist hún vera þolandi heimilisofbeldis en nefndi Depp aldrei á nafn. 

Heard og Depp hafa átt í hatrömmum deilum beggja vegna Atlantshafsins undanfarin ár. Heard hafði betur þegar málið var tekið fyrir í Bretlandi árið 2020 en Depp hafði betur í Virginíuríki í Bandaríkjunum á þessu ári. 

Var Heard þá gert að greiða Depp 10 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur og honum gert að greiða henni 2 milljónir. Lögfræðingar hennar áfrýjuðu málinu og hafa þeir tekist á við lögmenn Depps undanfarna sex mánuði um niðurstöðu í málinu. 

Loksins frjáls

Í færslu sinni á Instagram segir Heard það hafa verið erfiða ákvörðun að ná sátt. „Það er mikilvægt fyrir mig að segja að ég valdi ekki að gera þetta. Ég varði sannleikann minn, og með því að gera það þá var líf mitt eins og ég þekkti það eyðilagt. Þær svívirðingar sem ég hef þurft að þola á samfélagsmiðlum eru ýkt útgáfa af því hvernig konur eru gerðar aftur að fórnarlömbum þegar þær stíga fram. Núna hef ég loksins tækifæri til að losna við nokkuð sem ég hef reynt að gera undanfarin sex ár, á forsendum sem ég get samþykkt,“ sagði Heard í færslu sinni. 

Hún sagði dómssáttina ekki fela í sér uppgjöf og tók fram að hún mætti tjá sig eins og hún vildi um dómsmálið.

View this post on Instagram

A post shared by Amber Heard (@amberheard)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup