Heard og Depp ná dómssátt

Amber Heard og Johnny Depp hafa náð sátt.
Amber Heard og Johnny Depp hafa náð sátt. AFP

Fyrr­ver­andi leik­ara­hjón­in Am­ber Heard og Johnny Depp hafa loks náð dóms­sátt. Depp höfðaði meiðyrðamál gegn Heard og var kveðinn upp dóm­ur í mál­inu í byrj­un júní á þessu ári. 

Trygg­inga­fé­lag Heard greiðir Depp 1 millj­ón banda­ríkja­dala í skaðabæt­ur. Sæt­ir Heard eng­um tak­mörk­un­um eft­ir úr­sk­urðinn og má tjá sig um allt er viðkem­ur dóm­in­um. Enn frem­ur þurfti hún ekki að játa að hafa haft uppi ósann­indi um fyrr­ver­andi eign­mann sinn. 

Heard greindi frá þessu á In­sta­gram í dag. 

Depp höfðaði mál gegn Heard vegna skoðana­grein­ar sem hún skrifaði í Washingt­on Post árið 2018. Þar sagðist hún vera þolandi heim­il­isof­beld­is en nefndi Depp aldrei á nafn. 

Heard og Depp hafa átt í hat­römm­um deil­um beggja vegna Atlants­hafs­ins und­an­far­in ár. Heard hafði bet­ur þegar málið var tekið fyr­ir í Bretlandi árið 2020 en Depp hafði bet­ur í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um á þessu ári. 

Var Heard þá gert að greiða Depp 10 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í skaðabæt­ur og hon­um gert að greiða henni 2 millj­ón­ir. Lög­fræðing­ar henn­ar áfrýjuðu mál­inu og hafa þeir tek­ist á við lög­menn Depps und­an­farna sex mánuði um niður­stöðu í mál­inu. 

Loks­ins frjáls

Í færslu sinni á In­sta­gram seg­ir Heard það hafa verið erfiða ákvörðun að ná sátt. „Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að segja að ég valdi ekki að gera þetta. Ég varði sann­leik­ann minn, og með því að gera það þá var líf mitt eins og ég þekkti það eyðilagt. Þær sví­v­irðing­ar sem ég hef þurft að þola á sam­fé­lags­miðlum eru ýkt út­gáfa af því hvernig kon­ur eru gerðar aft­ur að fórn­ar­lömb­um þegar þær stíga fram. Núna hef ég loks­ins tæki­færi til að losna við nokkuð sem ég hef reynt að gera und­an­far­in sex ár, á for­send­um sem ég get samþykkt,“ sagði Heard í færslu sinni. 

Hún sagði dóms­sátt­ina ekki fela í sér upp­gjöf og tók fram að hún mætti tjá sig eins og hún vildi um dóms­málið.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Am­ber Heard (@am­ber­heard)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka