Í námi með 13 flugmönnum

Matthías nýútskrifaður um helgina með rauðan koll í stíl við …
Matthías nýútskrifaður um helgina með rauðan koll í stíl við bakgrunninn. Með honum á myndinni er kona hans, Brynja Ólafsdóttir félagsráðgjafi. Ljósmynd/Facebook

„Ég var að sleppa gegn­um Kjal­ar­nes eft­ir að þar var búið að vera lokað í fjóra tíma,“ seg­ir Matth­ías Matth­ías­son sem marg­ir tengja við hljóm­sveit­ina Papa, í hverri hann söng um ára­bil, og ein­hverja aðra kann að ráma í Matth­ías í sveit­inni Reggae on Ice þótt síðan sé langt um liðið.

Nú er Matth­ías hins veg­ar nýbakaður húsa­smiður, alla vega úr bók­lega nám­inu, bú­inn að smíða hurð sem virðist hin mesta dverga­smíð af mynd að dæma og var að út­skrif­ast úr Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi um helg­ina. Matth­ías er fædd­ur árið 1975 og er því aug­ljós­lega nokkuð yfir meðal­aldri þeirra sem hefja og ljúka iðnnámi.

„Pínu vesen hvað ég var orðinn gam­all“

„Ég hef alltaf verið eitt­hvað að dunda mér við að smíða, dytta að heima og smíða alls kon­ar skemmti­legt. Svo var ég að opna búð fyr­ir ári og smíðaði allt inn í hana,“ seg­ir Matth­ías frá og seg­ist hafa haft vissa löng­un til að kunna fagið aðeins bet­ur.

„Það var pínu vesen hvað ég var orðinn gam­all,“ seg­ir Pap­inn fyrr­ver­andi og hlær, „þegar ég var að sækja um í Tækni­skól­an­um fékk ég bara þau svör að ekki væri hægt að taka mig inn, aðsókn yngri nem­enda væri það mik­il,“ held­ur hann áfram.

Hann tók því að líta í kring­um sig eft­ir öðrum val­kost­um og datt niður á fjöl­brauta­skól­ann, FVA eins og hann kall­ast í dag­legu tali. „Þar er svona líka dá­sam­leg braut fyr­ir menn eins og mig og greini­lega líka fyr­ir flug­menn sem lentu í veseni í Covid. Ég held ég hafi verið í námi með þrett­án flug­mönn­um í heild­ina,“ seg­ir Matth­ías og minn­ir einna helst á sex­tán skálda bekk­inn fræga í Lærða skól­an­um fyr­ir rétt rúmri öld.

Matthías tekur við prófskírteini sínu úr hendi Steinunnar Ingu Óttarsdóttur …
Matth­ías tek­ur við próf­skír­teini sínu úr hendi Stein­unn­ar Ingu Ótt­ars­dótt­ur skóla­meist­ara. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki hafi þó verið al­veg átaka­laust að kom­ast inn í FVA, þar hafi aðeins verið pláss fyr­ir Matth­ías í dag­skóla og leist hon­um ekki á blik­una að setj­ast á skóla­bekk 30 árum yfir meðal­aldri sam­nem­enda.

„Þannig að það var svona hálf­gerð bless­un fyr­ir mig að Covid skall á, því fyrsta önn­in var svona að mestu hald­in fyr­ir utan skól­ann. Og svo datt ég inn í námið sem ég var að reyna að kom­ast í, svo­kallað dreifi­nám sem er al­gjör snilld fyr­ir svona eldri borg­ara eins og mig,“ seg­ir Matth­ías en það fór fram með þeim hætti að hann mætti í skól­ann aðra hverja helgi en þess utan var um fjar­nám að ræða.

Þarna ræðir hann um bók­lega námið, teikn­ing­ar og fleiri fræði er að húsa­smíði snúa, verk­legi hluti húsa­smíðanáms hent­ar verr til fjar­náms, reynd­ar alls ekki.

Strokaðist allt út

„Ástæðan fyr­ir því að ég fór í þetta var að ég var bú­inn að koma mér býsna vel fyr­ir áður en Covid skall á, var leiðsögumaður ferðamanna, var með Airbnb-íbúðir og var að spila tónlist fyr­ir alla lands­menn og þetta strokaðist bara allt út,“ seg­ir Matth­ías af lífi sínu fyr­ir far­ald­ur­inn eft­ir­minni­lega.

Spurn­ing­in hafi því verið að setj­ast bara niður og fara að horfa á Net­flix eða fara að gera eitt­hvað eins og hann orðar það. Matth­ías tók síðari val­kost­inn. „Og það sér ekk­ert fyr­ir end­ann á því, nú er ég að fara í sveins­prófið í janú­ar og svo er spurn­ing­in hvort maður haldi ekki bara áfram eft­ir það,“ seg­ir hann.

Ef til vill segðu gárungar að Matthías hefði reist sér …
Ef til vill segðu gár­ung­ar að Matth­ías hefði reist sér hurðarás um öxl með þess­um smíðis­grip, lista­vel gerðri úti­dyra­h­urð. Svo er þó von­andi ekki. Ljós­mynd/​Aðsend

Við tök­um ör­stutt fram­hjá­hlaup um tón­list­ina í lífi Matth­ías­ar og blaðamaður rifjar upp hina forn­frægu Reggae on Ice sem var al­geng sjón á sviði Gauks á Stöng á of­an­verðum tí­unda ára­tug síðustu ald­ar.

„Ég held að við höf­um hætt 1998,“ seg­ir Matth­ías, „svo hætti ég í Pöp­un­um 2011 og hef bara verið úti um allt síðan að spila með öll­um og í alls kon­ar „show-um“ og bara verið á fullu í tón­list­inni,“ seg­ir Matth­ías og er minnt­ur á frá­bæra frammistöðu Pap­anna á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík sum­arið 2009 þar sem fiðluleik­ar­inn Dan Cassi­dy átti stór­leik í flutn­ingi sveit­ar­inn­ar á verk­inu The Devil Went Down to Georgia sem The Charlie Daniels Band gerði heims­frægt fyr­ir margt löngu.

Eins má geta þess að Matth­ías sendi ný­lega frá sér plöt­una Matt.

Sveitt­ur að leita svefn­lausna

Við snú­um tal­inu að búðinni sem Matth­ías opnaði fyr­ir ári. „Ég hef nátt­úru­lega verið að selja rúm síðan ég var nítj­án ára, eða svona að hluta til. Svo var ég að leita að lausn fyr­ir sjálf­an mig af því að ég svitnaði svo mikið í svefni, ég var alltaf eins og dreg­inn upp úr Tjörn­inni. Þá benti mér ein­hver á að fá mér ull­ar­dýnu og ég fór eitt­hvað að gúggla það og þá var alltaf að dúkka upp breskt fyr­ir­tæki sem heit­ir Naturalmat,“ seg­ir Matth­ías.

Útskriftarhópurinn við athöfnina um helgina.
Útskrift­ar­hóp­ur­inn við at­höfn­ina um helg­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvat­vísi hans hafi orðið til þess að hann dreif sig út til Bret­lands og náði sér í dýnu. „Og nú er staðan sú að ég hef ekki svitnað í svefni í þrjú ár og á end­an­um varð það úr að ég varð svo hrif­inn af þessu fyr­ir­tæki að ég spurði hvort ég mætti ekki opna búð á Íslandi og nú er ég að selja líf­ræn­ar svefn­vör­ur, til dæm­is ull­ar­dýn­ur með hross­hári, kasmírull og kó­kos,“ út­skýr­ir Matth­ías.

Hann kveður vit­und­ar­vakn­ing­una vera mikla á vett­vangi líf­rænna svefn­vara til móts við að sofa í gervi­efn­um sem haft geti ýms­ar auka­verk­an­ir á borð við næt­ur­s­vita, nei­kvæð áhrif á ónæmis­kerfið og fleira. „Pæl­ing­in er loft­gæði og önd­un,“ seg­ir hann en í ljós kem­ur að það er eng­in til­vilj­un að hann er svo upp­tek­inn af loft­gæðum.

Veikt­ist al­var­lega af myglu­sveppn­um

„Son­ur okk­ar veikt­ist mjög illa í myglu­dæm­inu þarna í Foss­vogs­skóla, hann var eitt þeirra barna sem veikt­ust hvað mest. Hann get­ur ekki verið með sín­um bekkj­ar­fé­lög­um í stofu í dag þótt allt eigi að vera orðið hreint og fínt,“ seg­ir Matth­ías en með „okk­ar“ vís­ar hann til son­ar þeirra Brynju Ólafs­dótt­ur fé­lags­ráðgjafa sem er kona hans. Tek­ur Matth­ías þó fram að skól­inn geri allt til að koma til móts við dreng­inn og bæta úr stöðunni.

Matthías og Brynja ásamt Aissu Gonzales, yfirhönnuði Naturalmat.
Matth­ías og Brynja ásamt Aissu Gonza­les, yf­ir­hönnuði Naturalmat. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann sé kom­inn með sitt fyrra þrek á ný og á fullt í íþrótt­um aft­ur en lítið þurfi til að út af beri og hon­um hraki. Þau Brynja eiga tvo syni að auki, 17 og 20 ára, sem báðir sigla hraðan byr á knatt­spyrnu- og hand­bolta­ferl­um sín­um. „Þetta eru föður­betr­ung­ar,“ seg­ir Matth­ías og hlær.

Við versl­un sína starfar Matth­ías í fullu starfi og hafi nám­inu í húsa­smíði ekki verið ætlað að opna dyr að fullu starfi á þeim vett­vangi. „Ég var meira að hugsa þetta bara fyr­ir sjálf­an mig og til að kunna aðeins meira í þessu en samt er ég nú bú­inn að smíða eina úti­dyra­h­urð. Ég hef mest gam­an af að smíða fyr­ir sjálf­an mig samt en eins og planið er núna lang­ar mig að halda áfram og ljúka meist­ara­rétt­ind­um í smíðinni,“ seg­ir húsa­smiður­inn nýbakaði.

Ekki er örgrannt um að freistandi sé að leggja sig …
Ekki er örgrannt um að freist­andi sé að leggja sig í vinn­unni starfi maður hjá Naturalmat sem Matth­ías opnaði fyr­ir ári. Hann gaf líka út plötu fyr­ir tveim­ur árum og var að ljúka námi í húsa­smíði. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann hélt vin­um og fjöl­skyldu út­skrift­ar­veislu um helg­ina og tek­ur stefn­una því næst ótrauður á sveins­prófið sem haldið er yfir helgi í janú­ar. „Ég er bú­inn að græja mig aðeins upp og get smíðað tölu­vert á eig­in verk­stæði núna en ég sé aðallega fyr­ir mér að smíða svona eina og eina úti­dyra­h­urð og glugga, búðin er aðal­málið hjá mér,“ seg­ir Matth­ías Matth­ías­son að lok­um, sann­ar­lega með mörg járn í eld­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert nú loksins í þeirri aðstöðu að geta ráðið ferðinni. Nú skiptir öllu að hugsa til framtíðar og spara hverja krónu. Reyndu að setja þér reglur og fara eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert nú loksins í þeirri aðstöðu að geta ráðið ferðinni. Nú skiptir öllu að hugsa til framtíðar og spara hverja krónu. Reyndu að setja þér reglur og fara eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar