Hildur færist nær Óskarsverðlaunatilnefningu

Hildur Guðnadóttir með Óskarsverðlaunin sem hún hlaut í fyrir tónlist …
Hildur Guðnadóttir með Óskarsverðlaunin sem hún hlaut í fyrir tónlist sína við Joker. AFP

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er á stuttlista akademíunnar fyrir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Tilnefninguna hlaut hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking, en Hildur hefur áður hlotið Óskarinn fyrir tónlistina í The Joker árið 2020.

Stuttlistinn fyrir tilnefningarnar var gefinn út fyrir tíu flokka í kvöld. Berdreymi, framlag Íslands til Óskarsins árið 2023, er ekki þar á meðal.

Fimmtán eru á stuttlistanum fyrir bestu tónlist í kvikmynd en auk Hildar er Simon Franglen á stuttlistanum fyrir tónlistina í Avatar: Way of Water, Ludwig Göransson fyrir tónlistina í Black Panther: Wakanda Forever og John Williams fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Fabelmans.

Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Hildur hefði hlotið tilnefningu. Aðeins var gefinn út stuttlisti fyrir tilnefningarnar í gær. Tilnefningarnar verða gerðar opinberar 24. janúar næstkomandi og verðlaunin verða svo afhent 12. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir