Hildur færist nær Óskarsverðlaunatilnefningu

Hildur Guðnadóttir með Óskarsverðlaunin sem hún hlaut í fyrir tónlist …
Hildur Guðnadóttir með Óskarsverðlaunin sem hún hlaut í fyrir tónlist sína við Joker. AFP

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er á stuttlista akademíunnar fyrir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Tilnefninguna hlaut hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking, en Hildur hefur áður hlotið Óskarinn fyrir tónlistina í The Joker árið 2020.

Stuttlistinn fyrir tilnefningarnar var gefinn út fyrir tíu flokka í kvöld. Berdreymi, framlag Íslands til Óskarsins árið 2023, er ekki þar á meðal.

Fimmtán eru á stuttlistanum fyrir bestu tónlist í kvikmynd en auk Hildar er Simon Franglen á stuttlistanum fyrir tónlistina í Avatar: Way of Water, Ludwig Göransson fyrir tónlistina í Black Panther: Wakanda Forever og John Williams fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Fabelmans.

Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Hildur hefði hlotið tilnefningu. Aðeins var gefinn út stuttlisti fyrir tilnefningarnar í gær. Tilnefningarnar verða gerðar opinberar 24. janúar næstkomandi og verðlaunin verða svo afhent 12. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup