TikTok-kynslóðin uppgötvar frændhygli í Hollywood

Maya Hawke og Lily Rose Depp eiga það sameiginlegt að …
Maya Hawke og Lily Rose Depp eiga það sameiginlegt að eiga fræga foreldra.

Ungt fólk fætt í kring­um alda­mót­in síðustu gap­ir nú af undr­un yfir hverju mynd­band­inu á fæt­ur öðru á TikT­ok sem fjall­ar um svo­kölluð kúltúr­börn (e. nepo babies). Í mynd­bönd­un­um eru tald­ar upp fræg­ar stjörn­ur í skemmt­anaiðnaðinum sem fædd­ust inn í geir­ann, það er, eiga for­eldra sem á einn eða ann­an hátt tengj­ast kvik­myndaiðnaðinum. 

Blöskr­ar mörg­um þessi frænd­hygli sem virðist ríkja í iðnaðinum og virt­ust marg­ir hissa á að kom­ast að því að upp­á­halds­leik­ar­ar þeirra í til dæm­is Stran­ger Things og Eu­oph­oria eigi fræga for­eldra. Það er til dæm­is Maya Hawke, sem leik­ur í Stran­ger Things og er dótt­ir Umu Thurm­an og Et­h­an Hawke. Og svo er það Mau­de Apatow sem leik­ur í Eup­horia og er dótt­ir leik­stjór­ans Judd Apatow og leik­kon­unn­ar Leslie Mann.

Átrúnaðargoðin eiga fræga for­eldra

Tíma­ritið Vult­ure kynti svo vel und­ir pott­in­um þegar þar birt­ist grein þar sem fjallað er ít­ar­lega um kúltúr­börn­in.

Virðist yngri kyn­slóðin erfitt með að kyngja þeim bita að stjörn­urn­ar hafi átt greiðari leið inn í brans­ann vegna ætt­ern­is síns. Sum kúltúr­börn hafa stigið inn umræðuna, eins og til dæm­is Maya Hawke, sem sagði að hún sem og önn­ur kúltúr­börn fái tæki­færi sem aðrir fá ekki. Sagði hún það þó ekki þýða að tæki­fær­in væru enda­laus og að þetta væri líka erfið vinna. 

Grein Vult­ure spratt upp úr orðum Lily Rose Depp, dótt­ur stór­leik­ar­ans Johnny Depp og Vanessu Para­dis, þegar hún neitaði al­gjör­lega að frænd­hygli og kúltúr­börn væru til. „Fólk á net­inu virðist hafa meiri áhuga á hver fjöl­skylda þín er held­ur hvaða fólk það er sem ræður mann í hlut­verk. Kannski nær maður að setja fót­inn inn fyr­ir dyrn­ar, en maður er samt bara með ann­an fót­inn. Það er mik­il vinna að halda áfram eft­ir það,“ sagði hin unga Depp í viðtali við Elle, en hún hef­ur setið fyr­ir í her­ferðum franska tísku­húss­ins Chanel frá því hún var ung­ling­ur. 

Á TikTok hefur #nepobaby notið mikilla vinsælda.
Á TikT­ok hef­ur #nepoba­by notið mik­illa vin­sælda. Skjá­skot

Eldri kyn­slóðir gapa

TikT­ok-kyn­slóðin er ekki eina kyn­slóðin sem virðist vera gáttuð á umræðunni því eldri kyn­slóðir virðast vera enn gáttaðri á því að unga kyn­slóðin hafi ekki vitað að all­ir væru skyld­ir öll­um í Hollywood. Það má þó út­skýra það á ein­fald­an máta, mörg þeirra kúltúr­barna sem kyn­slóðin er hvað mest hissa eru ein­mitt af TikT­ok-kyn­slóðinni. 

Eðli máls­ins sam­kvæmt man þessi kyn­slóð ekki eft­ir því þegar jafn­aldr­ar þeirra fædd­ust og flettu ekki glans­tíma­rit­um þar sem fjallað var um barneign­ir stjarn­anna.

Umræðuna um kúltúr­börn­in er þannig búið að út­skýra fyr­ir eldri kyn­slóðum á öðrum hverj­um fjöl­miðli í Banda­ríkj­un­um og hef­ur umræðan líka náð aust­ur yfir hafið til Bret­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver