Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens kveðst vera mikið veikur í kjölfar tónleikahalds síns fyrir jólin, en eins og kunnugt er leggur hann leið sína um landið árlega og heldur Þorláksmessutónleika.
Tónleikaröðinni lýkur jafnan í Reykjavík á sjálfri Þorláksmessu.
„[...] drulluveikur lungun í klessu hiti og almenn leiðindi,“ skrifar Bubbi með myndum frá tónleikunum sem hann deilir á Instagram.
„[...] maður getur alltaf frestað veikindum í smá tíma þegar mikið liggur við og ég labbaði útaf sviðinu gjörsamlega örmagna en glaður.“