Svona lítur hann út í dag

Timothy Dalton lék í tveimur Bond myndum sem floppuðu.
Timothy Dalton lék í tveimur Bond myndum sem floppuðu. Skjáskot/Instagram

Timothy Dalton er þekktastur fyrir leik sinn í James Bond-myndunum The Living Daylights og License to Kill. Hann er nú 76 ára og enn að störfum. Nýlega birtist hann í Crown-þáttaröðinni þar sem hann lék Peter Townsend, fyrrverandi kærasta Margrétar prinsessu. 

Dalton er ókvæntur en á einn son. Hann hefur þó átt í samböndum við konur á borð við Vanessu Redgrave, Whoopi Goldberg og Oksönu Grigorievu. 

Dalton segist hafa verið smeykur á sínum tíma við að taka við af Roger Moore sem James Bond en hann hafi verið lokkaður til þess þar sem hann átti að túlka mun dekkri og skapstyggari Bond en útkoman hafði ekki alveg staðist væntingar.

„Þetta er áhugavert því við vorum að reyna að gera það sem Bond-myndirnar eru í dag. Þeir vildu leiða Bond í að vera harðari og raunverulegri, minni kjánaleik. En þegar allt kom til alls þorðu þeir því ekki, vildu ekki taka sénsinn ef það skyldi misheppnast. Þetta heppnaðist hins vegar vel með Daniel Craig,“ segir Dalton í viðtali við Readers Digest.

Aðspurður hver ætti að taka við sem næsti Bond segist Dalton ekki ætla að blanda sér í þá umræðu. „Það kemur mér ekki við og myndi bara skapa vesen og það er ekki þess virði.“

Dalton leikur nú í þáttaröðinni 1923.
Dalton leikur nú í þáttaröðinni 1923. AFP
Timothy Dalton er í fullu fjöri.
Timothy Dalton er í fullu fjöri. MOMODU MANSARAY
Timothy Dalton sem James Bond.
Timothy Dalton sem James Bond.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir