Svona lítur barnfóstran út í dag

Barnfóstran var vinsæll sjónvarpsþáttur snemma á tíunda áratugnum.
Barnfóstran var vinsæll sjónvarpsþáttur snemma á tíunda áratugnum. Skjáskot/Instagram

Fran Drescher gerði garðinn frægan snemma á tíunda áratugnum fyrir leik sinn í gamanþáttunum The Nanny. Söguþráðurinn gekk út á það að hún var hress bomba úr Queens sem fékk vinnu sem barnfóstra hjá virðulegum breskum ekkli. 

Í dag er Drescher 65 ára og enn í fullu fjöri. Líf hennar hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum.

Þrátt fyrir að hafa slegið í gegn í hlutverki barnfóstru þriggja barna þá eignaðist Drescher aldrei börn. Í viðtölum segist hún á vissan hátt sjá eftir því. „Ég held að ég hefði orðið frábær mamma og finnst ég hafa svolítið farið á mis við það.“

Samkynhneigður eiginmaður og krabbamein

Árið 1999 skildi Drescher við eiginmann sinn sem kom út úr skápnum. „Þetta var áhugavert því jafnvel þótt hann væri samkynhneigður, þá var það hann sem var reiður út í mig fyrir að fara frá honum. Við erum samt sálufélagar og góðir vinir í dag,“ segir Drescher.

Árið 2000 greindist Drescher með krabbamein í legi og þurfti að fara í legnám. „Þetta var skrítið og á sama tíma ljóðrænt. Það að æxlunarfæri mín hafi fengið krabbamein. En þetta er líka staðfesting á því að ef maður tekst ekki á við sársaukann þá finnur hann sér leiðir að samsvarandi stað í líkamanum,“ var Drescher þá að vísa til erfiðrar lífsreynslu í kjölfar nauðgunar en árið 1985 var byssu beint að höfði hennar á meðan henni var nauðgað á heimili sínu. Hún er sannfærð um að krabbameinið eigi rætur í þessari lífsreynslu sem hún átti erfitt með að vinna úr.

„Ég gat ekki tekist á við tilfinningar mínar. Ég vildi ekki sýna nein merki um veikleika þannig að ég gróf þetta langt niður og hélt áfram með lífið,“ segir Drescher.

„Þegar ég greindist svo með krabbamein þurfti ég að biðja fólk um hjálp. Sem var nokkuð sem ég hafði aldrei viljað gera. Krabbameinið gerði mig í raun að betri manneskju.“

Í dag er Drescher ötull talsmaður fyrir bættri heilsu kvenna. 

Drescher hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en heldur …
Drescher hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en heldur ótrauð áfram og er að lifa sínu besta lífi. Skjáskot/Instagram
Drescher er enn í góðu sambandi við sinn fyrrverandi eiginmann.
Drescher er enn í góðu sambandi við sinn fyrrverandi eiginmann. Skjáskot/Instagram





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar