Andrew Tate í 30 daga varðhald

Dómstóll í Búkarest hefur fallist á 30 daga varðhald yfir …
Dómstóll í Búkarest hefur fallist á 30 daga varðhald yfir Tate. AFP

Andrew Tate, sparkboxari og samfélagsmiðlastjarna sem helst hefur verið þekkt fyrir kvenhatur, hefur verið úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald vegna lögreglurannsóknar, þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot og mansal. Þetta staðfesti dómstóll í Búkarest í Rúmeníu í kvöld.

Andrew Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í gær. Þeir bræður eru grunaðir um að hafa staðið að skipulagðri glæpastarfsemi, sem fólst meðal annars í því að konur voru neyddar til þess að taka þátt í framleiðslu klámmyndbanda.

Segir að unnið sé gegn honum

Í kjölfar handtökunnar reyndi Tate að sannfæra aðdáendur sína um að hið opinbera hefði ráðist til atlögu gegn honum. Tísti Tate í dag: „Fylkið sendi sína fulltrúa“ eða á ensku: „The Matrix sent their agents“, og vísar þar í kvikmyndina The Matrix.

Árið 2016 var Tate rekinn úr bresku sjónvarpsþáttunum Big Brother eftir að myndband fór í dreifingu, sem sýndi hann ráðast á konu. 

Tate hefur verið bannaður á hverjum samfélagsmiðlinum á fætur öðrum, fyrst á Twitter árið 2017 eftir að hann tísti að konur ættu að bera ábyrgð ef þær væru beittar kynferðislegu ofbeldi.

Var hann á meðal þeirra sem endurheimtu hann aðgang sinn á Twitter eftir að milljarðamæringurinn Elon Musk festi kaup á miðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson