„Þetta gerist þegar þú ferð ekki með pítsukassann þinn í endurvinnsluna,“ skrifar baráttukonan Greta Thunberg á Twitter nú í morgun. Þar bregst hún vafalaust við fréttum af Andrew Tate, fyrrverandi heimsmeistara í sparkboxi, en hann er sagður hafa verið handtekinn í Rúmeníu í gær.
Lögreglan í Rúmeníu er sögð hafa handtekið Tate og bróður hans Tristan í gær eftir að Tate birti myndband af sér á Twitter. Eru bræðurnir grunaðir um að hafa átt þátt í mansali og nauðgunum.
this is what happens when you don’t recycle your pizza boxes
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 30, 2022
Tate og Thunberg stóðu í stuttri deilu á Twitter í vikunni. Merkti Tate hana í tíst og taldi upp nokkrar bifreiðar í sinni eigu. Bað hann um tölvupóstfang hennar til að segja henni frá fleiri bifreiðum sem hann ætti. Svaraði Thunberg með því að endurbirta færsluna og skrifa: „Já, endilega upplýstu mig frekar um þetta. Sendu mér tölvupóst á smátyppaorka@fáðuþérlíf.com.“
Svar fór illa í Tate, ef marka má myndbandið sem hann birti síðar. En myndbandið leiddi mögulega til þess að hann var handtekinn, en pítsukassi sem sést í myndbandinu er sagður hafa komið lögreglunni á sporið og staðfesta þann grun lögreglu að Tate væri í Rúmeníu.
Thank you for confirming via your email address that you have a small penis @GretaThunberg
— Andrew Tate (@Cobratate) December 28, 2022
The world was curious.
And I do agree you should get a life ❤️ https://t.co/mHmiKHjDGH pic.twitter.com/SMisajQRcf
Tate vakti athygli fyrr á árinu fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar á samfélagsmiðlum, sem þóttu bera vott um kvenhatur og var hann bannaður af samfélagsmiðlunum Facebook, TikTok og Twitter. Tate fékk hins vegar að snúa aftur á síðarnefnda miðilinn eftir að auðkýfingurinn Elon Musk festi kaup á honum.