Konunglegt brúðkaup í vændum

Krónprins Jórdaníu mun giftast Rajwa Khaled í sumar.
Krónprins Jórdaníu mun giftast Rajwa Khaled í sumar. Skjáskot/Instagram

Hussein bin Abdullah II., krónprins Jórdaníu, kvænist unnustu sinni Rajwu Khaled Alseif 1. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. 

Hussein er elsta barn Abdullahs II. kóngs og Raniu drottningar. Krónprinsinn, sem er 28 ára, er sagður afar góður vinur Vilhjálms Bretaprins og telja má því líklegt að hann og Katrín prinsessa verði gestir í brúðkaupinu. 

Þetta er ekki eina konunglega brúðkaupið í ár en Alexandra prinsessa af Lúxemborg mun einnig ganga í það heilaga í apríl. 

Stoltir foreldrar. Rania drottning og Abdullah kóngur Jórdaníu.
Stoltir foreldrar. Rania drottning og Abdullah kóngur Jórdaníu. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar