Reykjavík, glæpasaga Ragnars Jónassonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, var mest selda bókin í verslunum Pennans-Eymundssonar árið 2022. Játning Ólafs Jóhanns Ólafssonar var næst þar á eftir.
Athygli vekur að Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í enskri þýðingu var þriðja mest selda bókin í verslunum Pennans á síðasta ári og seldist hún því meira en bók glæpasagnakóngsins Arnalds Indriðasonar, Kyrrþey.
Bóksölulisti Pennans Eymundssonar ber þess merki að erlendir ferðamenn tóku aftur að streyma til landsins eftir heimsfaraldur því fimmta mest selda bókin er Sagas of The Icelanders.
Metsölulisti Eymundsson 2022