Katrín og Ragnar söluhæst árið 2022

Bók Katrínar Jakobsdóttur og Ragnars Jónassonar var vinsælust.
Bók Katrínar Jakobsdóttur og Ragnars Jónassonar var vinsælust. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Reykjavík, glæpasaga Ragnars Jónassonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, var mest selda bókin í verslunum Pennans-Eymundssonar árið 2022. Játning Ólafs Jóhanns Ólafssonar var næst þar á eftir. 

Athygli vekur að Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í enskri þýðingu var þriðja mest selda bókin í verslunum Pennans á síðasta ári og seldist hún því meira en bók glæpasagnakóngsins Arnalds Indriðasonar, Kyrrþey. 

Bóksölulisti Pennans Eymundssonar ber þess merki að erlendir ferðamenn tóku aftur að streyma til landsins eftir heimsfaraldur því fimmta mest selda bókin er Sagas of The Icelanders.

Metsölulisti Eymundsson 2022

  1. Reykjavík glæpasaga  Ragnar Jónasson/Katrín Jakobsdóttir
  2. Játning  Ólafur Jóhann Ólafsson
  3. Independent People  Halldór Laxness
  4. Kyrrþey  Arnaldur Indriðason
  5. Sagas of the Icelanders  Ýmsir höfundar
  6. Eden  Auður Ava Ólafsdóttir
  7. Iceland in a Bag  Ýmsir höfundar
  8. Hamingja þessa heims  Sigríður Hagalín Björnsdóttir
  9. Gættu þinna handa  Yrsa Sigurðardóttir
  10. Keltar  Þorvaldur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan