Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin 91 árs að aldri. Weldon er hvað þekktust fyrir að hafa gefið út bókina The Life and Loves of a She-Devil. BBC greinir frá.
Alls gaf Weldon út yfir 30 bækur á ferli sínum. Auk þess gaf hún út smásagnasafn, skrifaði handrit fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir og vann sem blaðamaður.
Hún var fædd í Bretlandi en var alin upp í Nýja-Sjálandi. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1967.
Fjölskylda hennar greindi frá andlátinu í tilkynningu sem útgáfandi hennar birti. Þar segir að hún hafi látist að morgni hinn 4. janúar. Hún lætur eftir sig fjóra uppkomna syni.
Fay Weldon - Family Announcement.
— Georgina Capel Assoc (@GeorginaCapel) January 4, 2023
It is with great sadness that we announce the death of Fay Weldon (CBE), author, essayist and playwright. She died peacefully this morning 4th January 2023. pic.twitter.com/1nsp4qHlHv