Sendir kveðju úr sjúkrarúminu

Jeremy Renner er blár og marinn eftir slysið.
Jeremy Renner er blár og marinn eftir slysið. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn síðustu daga eftir að hann lenti í slysi á landareign sinni. Renner deildi mynd á samfélagsmiðlum þar sem hann liggur marinn og blár í sjúkrarúminu. 

Renner slasaðist alvarlega á nýársdag þegar hann var að troða snjó fyrir utan heimili sitt. Var hann fluttur með sjúkraþyrlu á sjúkrahús. Lenti hann undir snjóruðningstæki sem vegur um 6,5 tonn. 

Fékk hann mikið högg á brjóstið og meiddist alvarlega á fótlegg. Hann fór í aðgerð á mánudagskvöld og hefur verið á gjörgæslu síðan. 

„Takk fyrir allar kveðjurnar. Ég er of tjónaður til að skrifa. En ég sendi ykkur ást og kærleik,“ skrifaði Renner við mynd af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup