Harry segist hafa drepið 25 manns í Afganistan

Harry Bretaprins hefur aldrei áður greint frá því hversu marga …
Harry Bretaprins hefur aldrei áður greint frá því hversu marga hann drap í Afganistan. AFP

Harry Bretaprins játar að hafa orðið valdur að dauða 25 manns á meðan hann var Apache-þyrluflugmaður í Afganistan. Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum í dag, en Harry segir frá í bók sinni Spare.

Prinsinn hefur aldrei áður greint opinberlega frá því hversu marga talíbana hann drap.

Prinsinn fór í tvö verkefni á vegum breska hersins í Afganistan. Fyrst barðist hann gegn talíbönum úr lofti árin 2007 og 2008 og svo aftur árin 2012 og 2013. 

Í bókinni, sem kemur ekki út fyrr en hinn 10. janúar, kveðst hann hafa farið í sex verkefni og í þeim verkefnum hafi hann drepið menn.

Breskir fjölmiðlar hafa undir höndum útgáfu bókarinnar Spare á spænsku.
Breskir fjölmiðlar hafa undir höndum útgáfu bókarinnar Spare á spænsku. AFP

Ekki stoltur en skammast sín ekki

Hann kveðst hvorki vera stoltur af því né skammast sín fyrir það. Segir hann verkefnin vera eins og að færa taflmenn á skákborði. 

Prinsinn var í breska hernum í tíu ár og segir tíma sinn þar hafa mótað sig mikið. 

Alls ekki mátti greina frá því í fjölmiðlum þegar hann fór í sitt fyrsta verkefni á vegum hersins. Var það af öryggisástæðum og samþykktu breskir fjölmiðla að greina ekki frá. Hann neyddist til að snúa aftur heim þegar erlendir fréttamiðlar greindu frá veru hans í Afganistan. 

„Mín tala er 25. Það er ekki tala sem ég fyllist stolti yfir, en ég skammast mín ekki fyrir hana,“ skrifar Harry. Hann réttlætir gjörðir sínar með minningum sínum af því að hitta fjölskyldur þeirra sem létust í árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. 

Bókin Spare kom óvart út á Spáni í dag og hafa breskir fjölmiðlar undir höndum bókina á spænsku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka