Kristján Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi kærasti söngkonunnar Svölu og áhrifavaldur, var handtekinn í kvöld af sérsveitarmönnum á Húsvík.
Að sögn sjónarvotta tók aðgerðin rúmlega 40 mínútur og var hluta Mararbrautar lokað á meðan á handtökunni stóð, að því er fullyrt er í frétt DV. Miðillinn setti sig í samband við Kleina sem staðfesti að hann hafi verið handtekinn en sagði lögreglu hafa sleppt sér stuttu síðar.
„Aðgerðir lögreglu voru greinilega byggðar á einhverjum misskilningi og mér er sleppt eftir stutt spjall, enda ekkert sem ég hafði gert rangt,“ er þar haft eftir honum.
Kristján Einar, sem stundum er kallaður Kleini, sat í fangelsi í Malaga á Spáni í tæplega átta mánuði fyrir slagsmál. Var hann látinn laus í nóvember síðastliðinn.
Uppfært kl. 21.13
Kristján segir í samtali við mbl.is að handtakan tengist ekki líkamsárás. Kannað hafi verið hvort að Kristján hafi verið að keyra undir áhrifum áfengis en svo var ekki.
Hann segist ekki geta svarað hvers vegna sérsveitina þurfti til.