Sérsveit ekki kölluð til vegna Kristjáns Einars

Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að aðgerðum lögreglunnar á Húsavík í gær, …
Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að aðgerðum lögreglunnar á Húsavík í gær, en var ekki kölluð sérstaklega til. Samsett mynd

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum lögreglunnar á Húsavík þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn þar í gærkvöldi. Sérsveitin var þó ekki kölluð sérstaklega til í verkefnið. Kristjáni Einari var sleppt úr haldi lögreglu eftir yfirheyrslu. 

Lögreglan á Húsavík staðfestir þetta í samtali við mbl.is en segist ekki geta tjáð sig um málið frekar.

Kristján Einar tjáði sig sjálfur um málið í gærkvöldi og sagði við mbl.is að hann hafi ekki verið handtekinn í tengslum við rannsókn á líkamsárás, eins og áður hafði komið fram, heldur hafi verið kannað hvort hann væri að keyra bifreið undir áhrifum áfengis. 

Kristján Einar er fyrrverandi kærasti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur. Á síðasta ári var hann handtekinn á Málaga á Spáni fyrir slagsmál og sat þar inni í átta mánuði. Hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum síðan hann losnaði og kom aftur til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir