Harry prins heldur áfram að valda usla í fjölmiðlum. Búið er að sýna fleiri brot úr viðtali Harrys við ITV þar sem hann fer meðal annars nánar út í slagsmál hans við bróður sinn, Vilhjálm prins og fíkniefnaneyslu.
Hann segist hafa séð rautt mistur í augum Vilhjálms. „Hann vildi að ég kýldi hann til baka, en ég valdi að gera það ekki,“ segir Harry við Tom Bradby.
„Það sem var ólíkt hér var þessi mikla heift, ég tala um þetta rauða mistur sem bjó í mér í mörg ár og ég sá þetta rauða mistur í honum,“ segir Harry.
Bradby spyr Harry hvernig hann haldi að Vilhjálmur taki þessu. „Myndi ekki bróðir þinn segja: "Harry, hvernig geturðu gert mér þetta eftir allt sem við höfum gengið í gegnum?““.
Harry svarar einfaldlega, „Hann myndi eflaust segja allt mögulegt.“
Harry prins ræðir einnig opinskátt um fíkniefnaneyslu en í bókinni Spare segir Harry prins frá ofskynjunum í kjölfar neyslu sveppa. Honum fannst sem ruslafötur væru að tala við sig. Þá viðurkennir hann einnig að hafa neytt marijúana, kókaín og töfrasveppi.
„Það er mikilvægt að gangast við þessu,“ segir Harry í viðtalinu.
Harry fer einnig yfir ástarmálin og kveðst hafa misst sveindóminn 17 ára gamall bak við krá.
„Þetta var niðurlægjandi lífsreynsla með eldri konu sem elskaði hesta og hún kom fram við mig eins og ungan stóðhest.“
„Ég fór upp á hana. Eftir á rassskellti hún mig og sendi mig á brott. Mistökin voru að leyfa þessu að gerast úti á túni, bak við mjög fjölmennan bar. Ég efast ekki um að einhver sá okkur.“