Aftur hætt saman

Kylie Jenner og Travis Scott eru sögð vera hætt aftur …
Kylie Jenner og Travis Scott eru sögð vera hætt aftur saman. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og rapparinn Travis Scott eru aftur saman. Parið, sem á tvö börn saman, varði hátíðunum í sundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem parið hættir saman en haft er eftir heimildarmanni að þau séu ítrekað að hætta saman.

„Kylie og Travis eru hætt saman aftur, þau ætluðu að eyða hátíðunum saman, en hún fór til Aspen til að vera með fjölskyldu og vinum. Þetta hefur gerst svo oft áður, það er þekkt að þau eru alltaf að hætta saman og byrja aftur saman. En þau eru alltaf vinir og ala upp börnin saman,“ sagði heimildamaðurinn við Us Weekly.

Jenner og Scott tóku aftur saman í febrúar 2020 eftir að hafa verið í sundur í um hálft ár. Opinberlega hafa þau ekki hætt saman síðan þá.

Á síðasta ári eignuðust þau sitt annað barn saman, son, en fyrir áttu þau dótturina Stormi sem verður fimm ára nú í febrúar.

Jenner sýndi frá því á Instagram að þær mægður hefðu farið saman til Aspen og eytt þar gamlárskvöldi með vinum Jenner. Þar á meðal eru Hailey og Justin Bieber og Stassie Karanikolaou.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir