Heldur sigurför Hildar áfram?

Hildur Guðnadóttir gæti farið heim með Golden Globe-verðlaun í nótt.
Hildur Guðnadóttir gæti farið heim með Golden Globe-verðlaun í nótt. Samsett mynd

Hild­ur Guðna­dótt­ir kvik­myndatón­skáld gæti bætt öðrum Gold­en Globe-verðlaun­um í safn sitt í nótt þegar verðlaun­in verða af­hend í Los Ang­eles. Hild­ur er til­nefnd fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Women Talk­ing. 

Fyr­ir upp­runa­lega tónlist í kvik­mynd eru einng til­nefnd­ir Cart­er Burwell fyr­ir The Bans­hee of In­is­her­in, Al­ex­andre Desplat fyr­ir Guillermo Del Toro's Pin­occhio, Just­in Hurwitz fyr­ir Ba­bylon og John Williams fyr­ir The Fabelsm­ans. Hild­ur er því eina kon­an sem til­nefnd er í þess­um flokki í ár.

Hild­ur hlaut verðlaun­in árið 2020 fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Jóker. Hlaut hún síðast BAFTA-verðlaun og Óskar­sverðlaun fyr­ir tón­list­ina í þeirri mynd. Sama ár hlaut Hild­ur einnig Emmy-verðlaun og Grammy-verðlaun fyr­ir tónlist sína í þátt­un­um Cherno­byl. 

Gold­en Globe-verðlauna­hátíðin er sú fyrsta á verðlauna­hátíðavertíðinni í Hollywood og þykir setja tón­inn fyr­ir kom­andi hátíðir en framund­an eru Grammy-verðlauna­hátíðin, Critics Choice-verðlauna­hátíðini, Bafta-verðlauna­hátíðin, Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðin og síðast en ekki síst Óskar­sverðlauna­hátíðin. Hild­ur er nú þegar kom­in á stutt­lista Óskar­saka­demí­unn­ar fyr­ir til­nefn­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú lætur ljós þitt skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú lætur ljós þitt skína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant