RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö …
RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. Ljósmynd/Aðsend

RIFF, Alþjóðleg kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, tek­ur þátt í sam­starfi sjö evr­ópskra kvik­mynda­hátíða sem deila með sér þekk­ingu á ólík­um sviðum.

Mark­miðið með banda­lag­inu sem heit­ir Smart7 er að hátíðirn­ar njóti stuðnings hver af ann­arri og deili með sér þekk­ingu og reynslu á sama tíma og þær kynna evr­ópska kvik­mynda­gerð og vinna að þróun áhorf­enda­hóps­ins.

Sam­starfsnetið er sam­sett af New Horizons kvik­mynda­hátíðinni pólsku í Wroclow, IndieL­is­boa hátíðinni í Portúgal, Kvik­mynda­hátíð Þessaloníku á Grikklandi, Kvik­mynda­hátíð Transilvan­íu í Rúm­en­íu, spænsku hátíðinni Filma­drid og Kvik­mynda­hátíðinni í Viln­íus í Lit­há­en, auk RIFF, Alþjóðlegr­ar kvik­mynda­hátíðar í Reykja­vík.

„Sam­starf þess­ara hátíða er ekki síst til­komið vegna þess að þær deila sömu mark­miðum og stefnu og hafa mjög áþekka framtíðar­sýn”, að sögn Marc­in Pień­kowski, list­ræns stjórn­anda New Horizons.

Hrönn Marinós­dótt­ir, stjórn­andi RIFF, seg­ir sam­starfið hafa verið með óform­leg­um hætti í gegn­um árin. „Smart7 er fag­leg­ur vett­vang­ur sem ger­ir hátíðunum kleift að nýta til hins ýtr­asta þá sérþekk­ingu sem stjórn­end­ur og starfs­fólk hátíðanna hef­ur byggt upp í gegn­um árin,“ seg­ir Hrönn.

Hrönn Marinósdóttir er stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinós­dótt­ir er stjórn­andi RIFF. Ljós­mynd/​Aðsend

Auk þess sem ætl­un­in sé að styðja við ungt hæfi­leika­fólk á sviði kvik­mynda með því að hafa sér flokk kvik­mynda á þess­um sjö hátíðum, eina mynd frá hverju landi og fá ungt fólk í dóm­nefnd sem vel­ur bestu mynd­ina en verðlauna­féð er 5000 evr­ur.

Vinnu­stof­ur um fag­væðingu, áhorf­endaþróun, kynn­ing­ar­mál, sölu og fjár­mögn­un auk sjálf­bærni og grænna viðmiða verða skipu­lagðar næstu tvö árin sem standa munu starfs­fólki kvik­mynda­hátíða til boða. Smart7 banda­lag kvik­mynda­hátíða í Evr­ópu er styrkt af Creati­ve Europe MEDIA sjóðnum. RIFF verður hald­in í tutt­ug­asta sinn dag­ana 28. sept­em­ber til 8. októ­ber næst­kom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son