„Þetta er náttúrulega dásamleg íþrótt“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ásamt syni sínum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ásamt syni sínum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

„Ég er komin í mikinn HM-gír og hlakka mikið til að fylgja strákunum okkar eftir. Þetta eru auðvitað hressir og kátir strákar en það sem er gaman að sjá þessa mikla breidd og samheldni í liðinu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, handboltaunnandi og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, leikmanns Íslands. 

Þorgerður er komin út til Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu. 

„Mótið leggst vel í Þorgerði Katrínu en bendir á að það spili auðvitað margt inn í annað en breidd og samheldni liðsins. „Auðvitað skiptir dagsformið máli og svo líka hvort heppnin sé með okkur, hvort boltinn fari stöngin inn eða stöngin út. Þetta er bara svolítið þannig, stundum gengur allt upp. Við erum með þjálfarann og við erum með leikmennina,“ segir Þorgerður Katrín.

„Þeir munu hafa dyggan stuðning frá Íslendingum. Annar hver maður og kona sem ég þekki eru að fara þarna út. Ég vona að þeir fái styrk frá okkur sem mætum á svæðið,“ segir hún og segist bjartsýn á leikin í kvöld. „Við vinnum. Leikurinn fer 31-28 fyrir okkur.“

Þorgerður Katrín í stúkunni á EM í Búdapest á síðasta …
Þorgerður Katrín í stúkunni á EM í Búdapest á síðasta ári. mbl.is/Sonja Sif

Stolt af stráknum

Sonur hennar Gísli er lykilmaður í íslenska landsliðinu og líka lykilmaður í félagsliði sínu, Magdeburg. Gísli varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili með liðinu og var þriðji í kjörinu um íþróttamann ársins hér heima. 

„Auðvitað er ég stolt af stráknum. Hann hefur staðið sig vel og sýnt ótrúlegan styrk þrátt fyrir mótlæti á síðustu misserum. En það er þetta að gefast aldrei upp. Ég dáist að honum.“ 

Hvaðan fær hann þetta hugarfar?

„Ætli það sé ekki bara þrjóskan í öllum, bæði móður- og föðurættinni. Við skulum ekki vanmeta þrjóskuna og staðfestuna í Kristjáni. Ég ætla ekki að taka þetta allt á mig,“ segir Þorgerður og bætir við að það sé gaman að fylgjast með börnunum sínum þegar vel gengur.

„Þetta er líka gaman fyrir okkur sem höfum verið að fylgjast mikið með handboltanum undanfarin ár. Ég hef alltaf fylgst með handboltaliðinu okkar þó um tíma hafi ég ekki átt mann eða barn í liðinu. Þetta er náttúrulega dásamleg íþrótt sem býður upp á allt. Ástríðan sem fylgir þessu, almennilegar snertingar, tækni, yfirsýn, innsæi, allt sem kallar á hópefli. Þetta laðar það skemmtilegasta og besta í fólki, bæði innan vallar sem utan.“

Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19:30 og hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir