Rúmenska lögreglan hefur gert húsleit í sjö fasteignum í eigu sparkboxarans og samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate. Húsleitirnar voru gerðar í tengslum við rannsókn á tengslum Tate við mansalshrings.
Tate og bróðir hans Tristan Tate voru handteknir í Rúmeníu hinn 29. desember og dæmdir í 30 daga gæsluvarðhald daginn eftir. Þeir neita öllum ásökunum að sögn lögmanns þeirra og áfrýjuðu dómi um gæsluvarðhald en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Húsleit var gerð í sjö eignum í grennd við höfuðborgina Búkarest en þar er deild sem rannsóknar skipulagða glæpastarfsemi fer með rannsóknina. Auk þeirra bræðra voru tveir karlmenn af rúmenskum uppruna handteknir.
Lögregla gerði húsleit í villu í eigu Tate í apríl á síðasta ári og seinna í desember var einni gerð húsleit í fimm eignum hans í landinu undir lok desember.
Eru þeir bræður taldir eiga hlut í máli í víðtækum mansalshring sem lögregla telur að hafi starfað síðan 2019. Ákæruvaldið telur þá hafa misnotað kynferðislega nokkur fórnarlömb, þar af nokkur undir lögaldri. Eru Tate-bræður sagðir hafa beitt blekkingum til þess að ná valdi yfir fórnarlömbunum.