Daniil og Ussel gefa út smell

Samsett mynd

Danski tónlistarmaðurinn Ussel ætlar að stíga á svið í fyrsta skipti á Íslandi þann 20. janúar ásamt íslenska tónlistarmanninum Daniil, sem hann hyggst gefa út lag með.

Ussel, sem í raun heitir Emil Mercedes Baadsgaard, er 27 ára gamall og nýliði í dönsku senunni. Ussel bar sigur úr býtum í hæfileikakeppni danska ríkissjónvarpsins árið 2022 og eru ófáir sem telja hann með efnilegri tónlistarmönnum Danaveldis.

Ussel/ Emil Mercedes Baadsgaard
Ussel/ Emil Mercedes Baadsgaard ljósmynd/aðsend

„Ég skil mjög lítið, en ég elska tungumálið ykkar“

Tónlistarmaðurinn tjáir blaðamanni að hann hafi ekki enn komið til Íslands en hann beri hlýjar tilfinningar til landsins, og þá sérstaklega til tungumálsins.

„Ég skil mjög lítið, en ég elska tungumálið ykkar,“ segir Ussel. 

Hann segist hafa hlustað á íslenska tónlist í nokkurn tíma og þrátt fyrir að skilja heldur lítið sækir hann innblástur í íslenska tónlist og þá sérstaklega til tónlistarmanna eins og Flóna, Jóa Pé og Króla.

„Við Daniil bjuggum til undurfallegt lag saman“

Íslandsferð Ussel kom þannig til að Snorri Ástráðsson bauð honum á skemmtistaðinn Rust í hverfinu Nørrebro í Kaupmannahöfn. Rust er þekktur fyrir að hýsa gjarnan viðburði með íslensku tónlistarfólki og kemur Snorri að skipulagningu þeirra.

Heima á Íslandi þekkja margir Snorra sem plötusnúð en um þessar mundir nemur hann tónlistarhald í Kaupmannahöfn, ásamt því að vinna við tónleikahald en hann starfar einnig sem umboðsmaður tónlistarmanna, líkt og rapparans Daniil.

Snorri Ástráðsson
Snorri Ástráðsson ljósmynd/aðsend

Það tiltekna kvöld sem Snorri bauð Ussel á Rust var einn frægasti rappari Íslands, Daniil, að troða upp. Eftir vel heppnaða tónleika var stefnan sett á hljóðver, þar sem Ussel segist hafa búið til „undurfallegt“ lag með Daniil. Lagið ber nafnið Ástin mín og verður frumflutt á tónleikunum á Húrra. Ussel segir lagið vera ástarlag, flutt í anda íslenskra vögguvísna.

„Fyrsta dansk-íslenska hipphopp-lagið“

Vert er að taka fram að Ussel flytur sín erindi í laginu á dönsku, en Daniil syngur á íslensku. Ef allt fer að óskum verður Ástin mín því fyrsta dansk-íslenska hipphopp-lagið, sem er sungið bæði á íslensku og dönsku.

Ussel er þekktur fyrir orkumikla sviðsframkomu sína og þykir ófeiminn við að hleypa áhorfendum inn í hugarheim sinn er hann stígur á svið. Ussel hefur nú þegar tjáð blaðamanni að hann hyggist ekki gefa neitt eftir undan væntingum áhorfenda í sinni fyrstu Íslandsferð, hann segist hafa heyrt góða hluti um íslenskt skemmtanalíf og hlakki mjög mikið til þess að stíga á svið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir