Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley í júní í fyrra.
Lisa Marie Presley í júní í fyrra. AFP/Jon Kopaloff/Getty

Söngvarinn og lagahöfundurinn Lisa Marie Presley, einkabarn rokkkóngsins Elvis Presley, er látin, 54 ára að aldri.

Að sögn fjölskyldu hennar lést hún eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús.

Presley, sem var viðstödd verðlaunahátíð fyrr í vikunni, var flutt í skyndi á bráðadeild í Kaliforníu eftir að hafa fengið hjartastopp.

„Priscilla Presley og Presley-fjölskyldan eru í áfalli og eyðilögð vegna sorglegs dauða hinnar ástkæru Lisu Marie,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu.

Pricscilla Presley, móðir Lisu Marie og eiginkona Elvis Presley í sex ár þangað til þau skildu árið 1973, sagði í yfirlýsingu sem hún sendi tímaritinu People: „Með sorg í hjarta verð ég að deila með ykkur þeim skelfilegu fréttum að yndislega dóttir mín Lisa Marie hefur yfirgefið okkur.“

Fjölmargir aðdáendur hennar og vinir hafa minnst hennar. 

„Hjörtu okkar eru brostin vegna skyndilegs dauða Lisu Marie Presley í nótt...Þetta er of mikið,“ sögðu hjónin Rita Wilson og Tom Hanks, en hann lék í kvikmyndinni Elvis sem var byggð á ævi Elvis.

„Elsku Lisa, mér þykir þetta svo leitt. Ég mun sakna þín en ég veit að ég mun sjá þig aftur ,“ skrifaði leikarinn John Travolta á Instagram.

„Virkilega sorglegt. Ég vona að hún hvíli friðsöm í örmum föður síns,“ tísti söngkonan LeAnn Rimes.


Presley fannst meðvitundarlaus á heimili sínu á fimmtudagsmorgun í úthverfinu Calabasas í borginni Los Angeles, að sögn TMZ.

Lisa Marie Presley árið 2015.
Lisa Marie Presley árið 2015. AFP/Chris Delmas

Fyrrverandi eiginmaður hennar, Danny Keough, sem einnig býr á lóðinni, reyndi að lífga hana við þangað til bráðaliðar komu á vettvang og fluttu hana á sjúkrahús.

Síðastliðinn þriðjudag voru Presley og móðir hennar Priscilla viðstaddar Golden Globe-hátíðina í Beverly Hills. Þar var Austin Butler verðlaunaður fyrir frammistöðu sína í myndinni Elvis.

Lisa Marie Presley réði yfir fyrirtækinu Elvis Presley Enterprises en seldi megnið af hlutabréfum þess árið 2005. Graceland var aftur á móti undir hennar stjórn. Þar bjó faðir hennar, rokksöngvarinn Elvis Presley, sem fannst þar látinn í ágúst árið 1977.

Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann hafði innbyrt mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja.

Lisa Marie Presley gaf út þrjár plötur á þessari öld. Hún er móðir leikkonunnar Riley Keough, sem lék í myndinni Mad Max: Fury Road.

Lisa Marie og Priscilla Presley árið 2006.
Lisa Marie og Priscilla Presley árið 2006. AFP/Tim Sloan/Getty

Auk þess að vera gift Danny Keough, sem hún skildi við árið 1994, var hún gift leikaranum Nicolas Cage, Michael Jackson og Michael Lockwood.

Sonur hennar Benjamin framdi sjálfsvíg fyrir tæpum þremur árum.

TMZ sagði að heimildarmenn sínir hafi lagt áherslu á að Presley hafi ekki framið sjálfsvíg.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir