Kanye West er giftur nýrri konu að því er slúðurmiðlar vestra hafa eftir heimildarmönnum sínum. Sú heppna heitir Bianca Censori og er hönnuður hjá Yeezy, fatalínu í eigu tónlistarmannsins umdeilda og Adidas. TMZ greinir frá.
Parið sást saman nýverið á veitingastaðnum Waldorf Asia í Beverly Hills og sást West þá bera hring á baugfingri, sem talinn er til marks um hjónaband. West og Bianca eru talin hafa gift sig í leynilegri athöfn á dögunum en þó eru þau ekki enn skráð hjón. Gaf Kanye þá einnig út lagið Censori Overload í desember sem vísar til nafns hinnar heppnu.
Skilnaður West og Kim Kardashian gekk í gegn í lok nóvember á síðasta ári. Eftir það hefur West ósjaldan komist í fjölmiðla vegna umdeildra skoðana sinna, þar á meðal dýrkunar hans á Hitler. Censori er frá Ástralíu og hefur starfað sem arkitekt hjá Yeezy um árabil.
Kanye West has reportedly married Yeezy architect Bianca Censori. This comes only 2 months after his divorce with Kim Kardashian‼️👀 pic.twitter.com/shsevTFwBf
— Daily Loud (@DailyLoud) January 13, 2023