Hildur vann

Hildur Guðnadóttir vann Critics Choice-verðlaun fyrir tónlistina í Tár.
Hildur Guðnadóttir vann Critics Choice-verðlaun fyrir tónlistina í Tár. AFP/Michael Tran

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í nótt Critics Choice-verðlaunin. Verðlaunin hlaut hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Tár. 

Hildur hlaut tvær tilnefningar í flokki upprunalegrar tónlistar í myndinni, fyrir bæði Tár og Women Talking. Aðrir sem hlutu tilnefningu eru Alexandre Desplat, Michael Giacchino, Justin Hurwitz og John Williams. 

Tónlist Hildar í kvikmyndinni Tár er ekki tilnefnd til allra stóru verðlaunanna í ár vegna mismunandi reglna. Þegar kemur að Óskarsverðlaununum til dæmis á hún aðeins möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í Women Talking en ekki Tár vegna þess að í Tár blandast tónlist hennar saman við eldri tónlist. 

Þetta er í annað sinn sem Hildur vinnur Critics Choice-verðlaunin en hún vann verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist í kvikmyndinni Jóker. 

Á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í síðustu viku hlaut hún ekki verðlaunin, en hún var tilnefnd til verðlaunanna fyrir tónlistina í Women Talking.

Þetta er í annað sinn sem Hildur vinnur Critics Choice-verðlaunin.
Þetta er í annað sinn sem Hildur vinnur Critics Choice-verðlaunin. AFP/Michael Tran

Everything Everywhere All at Once best 

Leikarinn Brendan Fraser hlaut verðlaunin í flokki leikara í aðalhlutverki í kvikmynd fyrir kvikmynd sína The Whale. Kvikmyndin Everything Everywhere All at Once hlaut alls fjórtán tilnefningar og vann til fimm verðlauna. Var hún valin besta myndin og fengu þeir Daniel Kwan og Daniel Scheinert verðlaun fyrir leikstjórn sína. 

Brendan Fraser hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Whale.
Brendan Fraser hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Whale. AFP/Michael Tran

Sarah Polley hlaut verðlaun fyrir handritið að Women Talking en Kwan og Scheinert hlutu verðlaunin fyrir handritið að Everything Everywhere All at Once. 

Sjötta þáttaröð Better Call Saul hlaut verðlaun sem bestu dramaþættir, en göngu þeirra lauk á síðasta ári. Aðalleikari þáttanna, Bob Odenkirk, hlaut verðlaun í flokki besta leikara í dramaþáttum. 

Leikarinn Jeff Bridges var heiðraður fyrir ævistarf sitt.  

Jeff Bridges hlaut verðlaun fyrir ævistarf sitt í Hollywood.
Jeff Bridges hlaut verðlaun fyrir ævistarf sitt í Hollywood. AFP/Michael Tran
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar