Hildur vann

Hildur Guðnadóttir vann Critics Choice-verðlaun fyrir tónlistina í Tár.
Hildur Guðnadóttir vann Critics Choice-verðlaun fyrir tónlistina í Tár. AFP/Michael Tran

Kvik­myndatón­skáldið Hild­ur Guðna­dótt­ir hlaut í nótt Critics Choice-verðlaun­in. Verðlaun­in hlaut hún fyr­ir tónlist sína í kvik­mynd­inni Tár. 

Hild­ur hlaut tvær til­nefn­ing­ar í flokki upp­runa­legr­ar tón­list­ar í mynd­inni, fyr­ir bæði Tár og Women Talk­ing. Aðrir sem hlutu til­nefn­ingu eru Al­ex­andre Desplat, Michael Giacchino, Just­in Hurwitz og John Williams. 

Tónlist Hild­ar í kvik­mynd­inni Tár er ekki til­nefnd til allra stóru verðlaun­anna í ár vegna mis­mun­andi reglna. Þegar kem­ur að Óskar­sverðlaun­un­um til dæm­is á hún aðeins mögu­leika á til­nefn­ingu fyr­ir tón­list­ina í Women Talk­ing en ekki Tár vegna þess að í Tár bland­ast tónlist henn­ar sam­an við eldri tónlist. 

Þetta er í annað sinn sem Hild­ur vinn­ur Critics Choice-verðlaun­in en hún vann verðlaun­in árið 2020 fyr­ir tónlist í kvik­mynd­inni Jóker. 

Á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni í síðustu viku hlaut hún ekki verðlaun­in, en hún var til­nefnd til verðlaun­anna fyr­ir tón­list­ina í Women Talk­ing.

Þetta er í annað sinn sem Hildur vinnur Critics Choice-verðlaunin.
Þetta er í annað sinn sem Hild­ur vinn­ur Critics Choice-verðlaun­in. AFP/​Michael Tran

Everything Everywh­ere All at Once best 

Leik­ar­inn Brend­an Fraser hlaut verðlaun­in í flokki leik­ara í aðal­hlut­verki í kvik­mynd fyr­ir kvik­mynd sína The Whale. Kvik­mynd­in Everything Everywh­ere All at Once hlaut alls fjór­tán til­nefn­ing­ar og vann til fimm verðlauna. Var hún val­in besta mynd­in og fengu þeir Daniel Kwan og Daniel Scheinert verðlaun fyr­ir leik­stjórn sína. 

Brendan Fraser hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Whale.
Brend­an Fraser hlaut verðlaun fyr­ir hlut­verk sitt í The Whale. AFP/​Michael Tran

Sarah Polley hlaut verðlaun fyr­ir hand­ritið að Women Talk­ing en Kwan og Scheinert hlutu verðlaun­in fyr­ir hand­ritið að Everything Everywh­ere All at Once. 

Sjötta þáttaröð Better Call Saul hlaut verðlaun sem bestu dramaþætt­ir, en göngu þeirra lauk á síðasta ári. Aðalleik­ari þátt­anna, Bob Od­en­k­irk, hlaut verðlaun í flokki besta leik­ara í dramaþátt­um. 

Leik­ar­inn Jeff Bridges var heiðraður fyr­ir ævi­starf sitt.  

Jeff Bridges hlaut verðlaun fyrir ævistarf sitt í Hollywood.
Jeff Bridges hlaut verðlaun fyr­ir ævi­starf sitt í Hollywood. AFP/​Michael Tran
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son