Lagt hald á glæsibifreiðar og hús Andrews Tate

Andrew Tate og Tristan Tate mæta fyrir dómara í síðustu …
Andrew Tate og Tristan Tate mæta fyrir dómara í síðustu viku. AFP/Daniel Mihailescu

Rúmenska lögreglan hefur lagt hald á eignir bardagamannsins Andrew Tate sem nú er til rannsóknar, ásamt bróður sínum Tristan, en þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í mansali. 

Lögreglan mun hafa lagt hald á fjölda bifreiða í Búkarest sem eru í eigu Andrews Tate og nýuppgert hús. 

Erlendir fjölmiðlar telja að yfirvöld séu að búa sig undir að geta komið til móts við skaðabótakröfur fórnarlamba mansalsins, verði þeir bræður fundnir sekir.

Hluti bílaflotans sem lögreglan lagði hald á.
Hluti bílaflotans sem lögreglan lagði hald á. AFP/Daniel Mihailescu

 Bifreiðarnar og íbúðarhúsið eru í glæsilegri kantinum og því mikil verðmæti þar á ferðinni. Lífsstíll Andrews Tate varð meðal annars til þess að lögregla og skattayfirvöld fóru að beina spjótum sínum að honum til að byrja með. 

Andrew Tate er 36 ára gamall og fæddur í Bandaríkjunum. Ólust þeir bræður upp í Chicago en þegar foreldrarnir skildu flutti móðir þeirra með þá til Englands. Síðar fluttist Andrew Tate til Rúmeníu. Keppti hann í kickboxi og vann 75 viðureignir af 85. Hann á að baki þrjár viðureignir í MMA og vann tvær þeirra. 

Fjölmiðlar voru viðstaddir aðgerðir lögreglu í Búkarest.
Fjölmiðlar voru viðstaddir aðgerðir lögreglu í Búkarest. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson